Varnarmálaráðherra Bretlands, Ben Wallace, ætlar ekki að gefa kost á sér í embætti leiðtoga Íhaldsflokksins, að því er kemur fram í twitter-færslu hans.
Varnarmálaráðherra Bretlands, Ben Wallace, ætlar ekki að gefa kost á sér í embætti leiðtoga Íhaldsflokksins, að því er kemur fram í twitter-færslu hans.
Varnarmálaráðherra Bretlands, Ben Wallace, ætlar ekki að gefa kost á sér í embætti leiðtoga Íhaldsflokksins, að því er kemur fram í twitter-færslu hans.
Boris Johnson staðfesti í fyrradag afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsflokksins og að hann ætli í kjölfarið að stíga af stalli sem forsætisráðherra þegar eftirmaður hans hefur verið útnefndur.
„Að vandlega athuguðu málið og eftir viðræður við samstarfsmenn og fjölskyldu hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í keppninni um forystu Íhaldsflokksins. Ég er mjög þakklátur öllum þingmönnum mínum og almenningi sem hafa heitið stuðningi við mig,“ skrifar Wallace.
Þar segir hann ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda en að hann ætli að einbeita sér að núverandi starfi. Þá óskaði hann frambjóðendum góðs gengis.
Baráttan um hver verði aftaki Johnson er þegar hafin og hafa þrír háttsettir íhaldsmenn þegar sett nafn sitt í hattinn; Tom Tugendhat formaður utanríkismálanefndar breska þingsins, Suella Braverman dómsmálaráðherra, og Steve Baker þingmaður og harður stuðningsmaður Brexit.
Þá þykja ráðherrarnir tveir, sem upphaflega sögðu af sér og settu atburðarásina sem leiddi til afsagnarinnar af stað, til alls líklegir – þeir Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra og Sajid Javid fyrrverandi heilbrigðisráðherra.