Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki lýsa yfir stuðningi við neinn þeirra frambjóðenda sem sækjast eftir forsætisráðherraembættinu, þegar hann hitti fréttamenn á viðburði í dag.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki lýsa yfir stuðningi við neinn þeirra frambjóðenda sem sækjast eftir forsætisráðherraembættinu, þegar hann hitti fréttamenn á viðburði í dag.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki lýsa yfir stuðningi við neinn þeirra frambjóðenda sem sækjast eftir forsætisráðherraembættinu, þegar hann hitti fréttamenn á viðburði í dag.
Þetta var fyrsti opinberi viðburður Johnsons frá því hann greindi frá því í síðustu viku að hann myndi segja af sér embætti. Johnson hyggst aftur á móti sitja í ráðuneytinu þar til arftaki hefur verið fundinn.
Hingað til hafa 11 einstaklingar lýst því yfir að þeir vilji leiða Íhaldsflokkinn og taka við völdum í Downingstræti, en búist er við því að flokkurinn muni senda frá sér nánari tímaáætlun og skipulag varðandi kjörið síðar í dag.
Johnson heimsótti vísindastofnun í London í dag. Þar var hann spurður beint hvort hann vildi lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda.
„Verkefni forsætisráðherrans á þessu stigi er að láta flokkinn ráða, leyfa þeim að takast á við verkefnið, og halda áfram áfram að sinna þeim verkefnum sem við vorum kosin til að sinna,“ sagði Johnson.
Fall Johnsons hefur vakið heimsathygli enda aðeins í desember 2019 þar sem hann vann stórsigur í bresku kosningunum þegar hann lofaði að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Flokkurinn hlaut 80 sæta meirihluta þá, að því er fram kemur í umfjöllun AFP-fréttaveitunnar.
Þingstyrkur Johnsons gerði honum kleift að koma Brexit í gegn en tíð hans í forsætisráðuneytinu hefur verið þyrnum stráð í kjölfar fjölmargra hneykslismála, ekki síst eftir að það kom í ljós að veislur voru haldnar í Downingstræti þegar aðgerðir í landinu höfðu verið stórhertar vegna kórónuveirufaraldursins. Var Johnson sektaður af lögreglu vegna sóttvarnabrota.
Annað hneykslismál reyndist síðan vera síðasta kornið sem fyllti mælinn þegar það kom í ljós í liðinni viku að Johnson hefði ráðið Chris Pincher sem varaþingflokksformann, þrátt fyrir að honum hefði mátt vera kunnugt um ásakanir á hendur Pincher um kynferðisbrot og áreitni.
Í ávarpi sínu, þegar Johnson greindi frá afsögninni, sakaði hann „hjörð“ um að hafa sótt að sér. Stuðningsmenn forsætisráðherranns hafa m.a. verið mjög ósáttir við Rishi Sunak, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í stjórn Johnsons.
Spurður í dag hvort hann hefði upplifað svik, þá sagðist Johnson ekki vilja ræða þau mál frekar.
„Það er hafin barátta eins og þið vitið, og ég vil ekki skaða tækifæri annarra með því að lýsa yfir stuðningi,“ sagði hann.