Kjúklingaréttur með rjómaostasósu og beikoni

Uppskriftir | 12. júlí 2022

Kjúklingaréttur með rjómaostasósu og beikoni

Hér erum við með einn af þessum kjúklingaréttum sem slá alltaf í gegn. Við erum að tala um hina heilögu þrennu: kjúkling, rjómaost og beikon sem er blanda sem klikkar aldrei.

Kjúklingaréttur með rjómaostasósu og beikoni

Uppskriftir | 12. júlí 2022

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Hér erum við með einn af þessum kjúklingaréttum sem slá alltaf í gegn. Við erum að tala um hina heilögu þrennu: kjúkling, rjómaost og beikon sem er blanda sem klikkar aldrei.

Hér erum við með einn af þessum kjúklingaréttum sem slá alltaf í gegn. Við erum að tala um hina heilögu þrennu: kjúkling, rjómaost og beikon sem er blanda sem klikkar aldrei.

Uppskriftin er úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS.is og eins og við vitum öll þá klikkar hún ekki.

Kjúklingaréttur með rjómaostasósu og beikoni

Fyrir 3-4

  • 4 kjúklingabringur
  • 200 g rjómaostur með graslauk og lauk frá MS
  • 2 msk. majones
  • 8 sneiðar beikon, eldað stökk og skorið í bita
  • 200 g cheddar ostur frá Gott í matinn

Leiðbeiningar

  1. Blandið rjómaosti, majonesi, beikoni og helmingnum af cheddar ostinum saman í skál.
  2. Látið kjúklingabringurnar í ofnfast mót og látið rjómaostablönduna yfir.
  3. Stráið afganginum af cheddar ostinum yfir allt.
  4. Látið í 180°c heitan ofn í um 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og osturinninn orðinn gylltur að lit.
mbl.is