Leiðtogi Ríkis íslams í Sýrlandi allur

Ríki íslams | 12. júlí 2022

Leiðtogi Ríkis íslams í Sýrlandi allur

Leiðtogi Ríkis íslams í Sýrlandi féll í drónaárás í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Leiðtogi Ríkis íslams í Sýrlandi allur

Ríki íslams | 12. júlí 2022

Vegurinn sem al-Agal var skotinn á er talsvert skemmdur eftir …
Vegurinn sem al-Agal var skotinn á er talsvert skemmdur eftir árásina. AFP/Bakr Alkasem

Leiðtogi Ríkis íslams í Sýrlandi féll í drónaárás í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Leiðtogi Ríkis íslams í Sýrlandi féll í drónaárás í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Leiðtoginn, Maher al-Agal, var keyrandi á mótorhjóli nálægt Jindires í norðurhluta Sýrlands þegar árásin átti sér stað. Einnig slasaðist einn af helstu aðstoðarmönnum hans alvarlega í árásinni að sögn talsmanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Dave Eastburn.

Í tilkynningu frá miðstjórn bandaríkjahers segir að al-Agal hafi verið einn af fimm valdamestu leiðtogum Ríki íslams.

„Til viðbótar við að vera háttsettur leiðtogi hópsins, ber al-Agal ábyrgð á uppbyggingu tengsla Ríki íslams fyrir utan landsteina Íraks og Sýrlands,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is