Þriðjungur vill hefta aðgengi að Reynisfjöru

Reynisfjara | 12. júlí 2022

Þriðjungur vill hefta aðgengi að Reynisfjöru

Um þriðjungur landsmanna er hlynntur því að hefta aðgengi að Reynisfjöru vegna hættu á slysum. Fjórir af hverjum tíu eru andvígir því en um 23 prósent segjast hvorki vera hlynntir né andvígir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu sem framkvæmd var nú í sumar. 

Þriðjungur vill hefta aðgengi að Reynisfjöru

Reynisfjara | 12. júlí 2022

Þriðjungur landsmanna vill hefta aðgengi að Reynisfjöru vegna hættu á …
Þriðjungur landsmanna vill hefta aðgengi að Reynisfjöru vegna hættu á slysum samkvæmt nýrri könnun Maskínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um þriðjungur landsmanna er hlynntur því að hefta aðgengi að Reynisfjöru vegna hættu á slysum. Fjórir af hverjum tíu eru andvígir því en um 23 prósent segjast hvorki vera hlynntir né andvígir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu sem framkvæmd var nú í sumar. 

Um þriðjungur landsmanna er hlynntur því að hefta aðgengi að Reynisfjöru vegna hættu á slysum. Fjórir af hverjum tíu eru andvígir því en um 23 prósent segjast hvorki vera hlynntir né andvígir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu sem framkvæmd var nú í sumar. 

Í könnuninni var einnig spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að hefta aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum vegna hættu á slysum. Fleiri voru hlynntari því eða 46,4 prósent. Fjórðungur var andvígur en um 27 prósent voru hvorki hlynntir né andvígir. 

Konur vilja frekar hefta aðgengi

Í báðum tilvikum voru konur hlynntari því en karlar að aðgengi yrði heft vegna hættu á slysum. Þannig voru 55,4 prósent aðspurðra kvenna hlynntar eða mjög hlynntar því að hefta aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum en aðeins 37,8 prósent karla. 

Að sama skapi voru 42,7 prósent aðspurðra kvenna mjög hlynntar eða hlynntar því að hefta aðgengi að Reynisfjöru en aðeins 25,5 prósent karla. 

Könnunin fór fram frá 16. til 23. júní og voru svarendur 945 talsins. 

mbl.is