Morgunblaðið virðist eiga dyggan aðdáanda í hópi þátttakenda raunveruleikaþáttarins Love Island, en þar hafa glöggir áhorfendur séð Luca Bish skarta húðflúri sem líkist óneitanlega Morgunblaðs m-inu.
Morgunblaðið virðist eiga dyggan aðdáanda í hópi þátttakenda raunveruleikaþáttarins Love Island, en þar hafa glöggir áhorfendur séð Luca Bish skarta húðflúri sem líkist óneitanlega Morgunblaðs m-inu.
Morgunblaðið virðist eiga dyggan aðdáanda í hópi þátttakenda raunveruleikaþáttarins Love Island, en þar hafa glöggir áhorfendur séð Luca Bish skarta húðflúri sem líkist óneitanlega Morgunblaðs m-inu.
Húðflúr Bish hafa verið á milli tannanna á fólki, en hann skartar mörgum misstórum húðflúrum á víð og dreif um líkamann sem minna helst á húðflúr tónlistarmannsins Harry Styles.
Bish ræddi um húðflúrin við Radio Times, en hann sagði mörg þeirra hafa enga merkingu. „Fyrrverandi kærastan mín var húðflúrari svo ég var hálfgerð litabók fyrir hana,“ sagði hann. Bish gaf enga skýringu á m-húðflúrinu né af hverju hann væri með það.
M-húðflúrið hefur vakið sérstaka athygli meðal íslenskra aðdáenda Love Island í Facebook hópnum Bachelor Beibs, en þar ræða aðdáendur meðal annars um framgang Love Island og var nýlega tekin umræða um húðflúrið á síðunni.
Þó svo við Íslendingar tengjum m-ið helst við Morgunblaðið vilja breskir Love Island-aðdáendur meina að m-ið komi frá breska fréttamiðlinum Daily Mail, en það er þó ómögulegt að segja til um það.