Sunak efstur í leiðtogakjörinu

Boris Johnson segir af sér | 14. júlí 2022

Sunak efstur í leiðtogakjörinu

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, varð efstur í annarri umferð atkvæðagreiðslu almennra þingmanna breska Íhaldsflokksins um arftaka Borisar Johnsons forsætisráðherra.

Sunak efstur í leiðtogakjörinu

Boris Johnson segir af sér | 14. júlí 2022

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra.
Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra. AFP

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, varð efstur í annarri umferð atkvæðagreiðslu almennra þingmanna breska Íhaldsflokksins um arftaka Borisar Johnsons forsætisráðherra.

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, varð efstur í annarri umferð atkvæðagreiðslu almennra þingmanna breska Íhaldsflokksins um arftaka Borisar Johnsons forsætisráðherra.

Niðurstöðurnar voru tilkynntar fyrir stuttu en BBC greinir frá því að Sunak fékk 101 atkvæði og í öðru sæti varð Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptamálaráðherra, með 83 atkvæði.

Suella Braverman dómsmálaráðherra fékk fæst atkvæði, alls 27, og er því dottin úr leik en atkvæðagreiðslurnar á þinginu halda áfram uns tveir frambjóðendur standa eftir. Búist er við að það verði áður en breska þingið fer í sumarfrí 22. júlí.

Næst kosið á mánudag

Í gær var einnig kosið en þá duttu út Nadhim Zahawi fjármálaráðherra og Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkis- og heilbrigðisráðherra.

Næst verður kosið á mánudag en ásamt þeim Sunak og Mordaunt eru Liz Truss utanríkisráðaherra, Tom Tugendhat, formaður utanríkismálanefndar þingsins og Kemi Badenoch, fyrrverandi jafnréttismálaráðherra, í leiðtogakjörinu.

mbl.is