„Ég elska þessi kjúklingaspjót“

Uppskriftir | 15. júlí 2022

„Ég elska þessi kjúklingaspjót“

Meistari Snorri Guðmunds hjá Mat & myndum á heiðurinn af þessari skemmtilegu uppskrift hér sem hann segir að sé algjör bragðbomba. Kjúklingur er alltaf vinsæll á grillið og settur í þennan búning hér að hætti Snorra verður hann algjörlega ómótstæðilegur.

„Ég elska þessi kjúklingaspjót“

Uppskriftir | 15. júlí 2022

Ljósmynd/Snorri Guðmunds

Meistari Snorri Guðmunds hjá Mat & myndum á heiðurinn af þessari skemmtilegu uppskrift hér sem hann segir að sé algjör bragðbomba. Kjúklingur er alltaf vinsæll á grillið og settur í þennan búning hér að hætti Snorra verður hann algjörlega ómótstæðilegur.

Meistari Snorri Guðmunds hjá Mat & myndum á heiðurinn af þessari skemmtilegu uppskrift hér sem hann segir að sé algjör bragðbomba. Kjúklingur er alltaf vinsæll á grillið og settur í þennan búning hér að hætti Snorra verður hann algjörlega ómótstæðilegur.

„Ég elska þessi kjúklingaspjót og geri þau reglulega fyrir okkur fjölskylduna. Þau eru algjör bragðbomba og ég gæti drukkið satay-sósuna. Ef þú ert fyrir satay þá verðurðu að prófa þessa!

Grilluð satay-kjúklingaspjót

Fyrir 2-3

  • 600 g kjúklingalæri (skinn- og beinlaus)
  • 2 msk. taílensk karríblanda/Kryddhúsið
  • 100 g litlar agúrkur
  • 1 stk. rautt chili
  • 5 g kóríander
  • 20 g salthnetur
  • 1 dl kókosmjólk
  • 50 g hnetusmjör
  • 1 tsk. sojasósa
  • 1 msk. púðursykur
  • 2 tsk. rautt karrímauk/Thai choice
  • 1 stk. límóna
  • 150 g rauðkál
  • 4 stk. grillpinnar

Aðferð:

  1. Leggið grillpinna í bleyti a.m.k. 30 mín. áður en elda á matinn.
  2. Skerið kjúklingalærin í 3-4 bita (fer eftir stærð). Setjið í skál með olíu, salti og taílenskri karríblöndu. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.
  3. Setjið kókosmjólk, hnetusmjör, sojasósu, púðursykur, rautt karrímauk, 0,5 dl af vatni og kreistu af límónusafa í lítinn pott og stillið á miðlungshita. Hrærið í þar til sósan er byrjuð að þykkjast og allt hefur samlagast. Ef sósan þykkist of mikið má þynna hana með ögn af vatni. Smakkið til með salti.
  4. Þræðið kjúklinginn á spjótin og grillið á 200°C heitu grilli í 10-12 mín. en snúið á 2 mín. fresti.
  5. Saxið hnetur, sneiðið rauðkál mjög þunnt, sneiðið chili, saxið kóríander og sneiðið agúrkur.
  6. Penslið kjúklingaspjótin með satay-sósu og stráið því næst chili, kóríander og hnetum yfir.
  7. Berið fram með auka satay-sósu til hliðar og hrísgrjónum ef vill.
mbl.is