Kanadíski læknirinn Gabor Maté er einn fremsti fræðimaður heims á sínu sviði. Hann nýtur virðingar fyrir athuganir sínar á fíkn, athyglisbresti, þroska og hegðun barna og orsökum og meðferð á streitu.
Kanadíski læknirinn Gabor Maté er einn fremsti fræðimaður heims á sínu sviði. Hann nýtur virðingar fyrir athuganir sínar á fíkn, athyglisbresti, þroska og hegðun barna og orsökum og meðferð á streitu.
Kanadíski læknirinn Gabor Maté er einn fremsti fræðimaður heims á sínu sviði. Hann nýtur virðingar fyrir athuganir sínar á fíkn, athyglisbresti, þroska og hegðun barna og orsökum og meðferð á streitu.
Hér má finna 10 lífsreglur í hans anda.
Hvað er raunverulega í gangi?
Maté er ungverskur gyðingur að uppruna. Hann komst með naumindum lífs af úr seinni heimstyrjöldinni en slapp ásamt fjölskyldu sinni vestur yfir járntjaldið. Það var eftir að ungverska uppreisnin 1956 fór út um þúfur. Fjölskyldan settist að í Vancouver á vesturströnd Kanada þar sem hann menntaði sig, fyrst í ensku og bókmenntum, og síðar sem læknir sem hafði alltaf verið draumur hans.
Hann starfaði sem heimilislæknir í tvo áratugi en hóf jafnframt að sinna allskonar störfum svo sem líknandi meðferð, fjölskyldumeðferð, meðferð við sálrænum kvillum og fíknimeðferð, bæði sem fræðimaður og sem starfandi læknir.
Ef eitthvað vakti athygli hans þá leyfði hann sér að kafa ofan í hlutina og skoða þá út frá öllum hliðum. Heilbrigðisvandamál á borð við fíkn er ekki auðveld viðureignar að hans mati og trúir hann ekki á neinar skyndilausnir því tengt.
Segðu sannleikann
Aðferðir Maté þykja einstaklega manneskjulegar og tekur hann oft dæmi um sjálfan sig þegar hann er að tala um fíknivanda. Hann hefur stigið fram og sagt að lengi vel hefur hann aftengt sig frá fjölskyldu og samfélaginu, með því að vinna og þar af leiðandi setur hann sig til jafns á við annað fólk. Þó hann sé fræðimaður.
Með því að kafa ofan í hlutina hefur hann stundum á aðferðir og leiðir sem hann telur ekki réttar í fræðibókum. Hann býr til nýjar hugmyndir og leiðir og leitast við að segja frá sannleikanum eins og hann sér hann hverju sinni.
Hann trúir því að lífið sé flókið fyrir alla enda sé um að kenna samfélagsgerðinni.
Þú ert ekki vandinn
Maté trúir því að við séum í stöðugri þróun og að við fólkið séum ekki megin vandinn í samfélaginu heldur persónuleikinn sem við búum til svo við getum lifað af allar kröfurnar sem settar eru á okkur daglega.
Hann hvetur alla til að endurskoða líf sitt og að hætta að gera hluti sem ekki hugnast þeim og að endurskoða persónuleika sinn.
Hann trúir því að ef við sleppum fordómum og ásökunum og stígum inn í að spyrja spurninga að þá geti gerst kraftaverk.
Finndu náttúrulega leið
Samfélagið er eins og dýragarður að mati Maté. Ef þú tekur dýr út úr sínu náttúrulega umhverfi og inn í dýragarð þá verður það á endanum veikt. Því dýrið er búið til fyrir náttúruna. Það sama má segja um okkur. Það er búið að taka okkur út úr náttúrunni inn í borgarlífið þar sem við borðum ónáttúrulegan mat og börnin okkar eru mikið ein út af vinnu foreldra.
Maté er ekki að tala fyrir því að við förum aftur í tímann heldur skoðum hvernig við getum lifað núna í meiri tengingu við náttúruna og okkur sjálf.
Af hverju er ein fíkn betri en önnur?
Maté telur ótta við eigin naflaskoðun ástæða þess að fólk er með fordóma fyrir þeim sem eru veikir eða í vanda. Hann segir flesta sem hann hefur hitt stjórnlausa á einhverju sviði en svo fari mannfólkið í manngreiningarálit þegar kemur að efnum sem hægt er að nota til að aftengja sig með.
Af hverju er áfengi betra en eiturlyf? Af hverju er vinnufíkn betri en klámfíkn? Ef við hættum að horfa á það sem fólk er að gera og förum dýpra ofan í hvaðan sársaukinn kemur þá verður hegðunin aukaatriði og meiri líkur á bata og skilningi.
Leyfðu þér að finna
Maté trúir því að ekki sé allur fíknivandi vegna áfalla eða ofbeldis, en hann trúir því að hægt sé að rekja eitthvað sem er undirliggjandi hjá persónunni sem er að kljást við fíknivanda til erfiðrar reynslu. Að sársauki sé grunnurinn á bakvið alla hegðun sem er stjórnlaus.
Þetta sár er án efa mörgum hulið en ef vel er að gáð, þá má finna það. Því er gott að spyrja: Við hvað losnarðu þegar þú ert að gera það sem þú ert að gera of mikið af? Svo er gott að mun að leiðirnar sem við notum til að forðast sársauka valda vanalega meiri sársauka.
Það er von á meðan það er líf
Maté hefur fylgt mörgum eftir í lífinu sem hafa verið að kljást við heilsubresti og fleiri erfiðleika. Það sem hann leggur áherslu á er að enginn sjúkdómur er þannig að ekki sé hægt að gera eitthvað í málunum og að enginn staður sé svo ómögulegur að ekki sé hægt að biðja um aðstoð og komast á betri stað.
Við höfum öll tækifæri á að endurskapa líf okkar og heilsu, eins lengi og við lifum. Hvernig er best að styðja við okkur sjálf og annað fólk í þessu ferli er hins vegar spurning sem komandi kynslóðir munu án efa hjálpa honum að svara.
Reyndu að vinna í fortíðinni
Flestir hafa upplifað áskoranir í lífinu og fundið hvaða áhrif þær hafa. Maté trúir því að ef börn sem dæmi lenda í áfalli sé það vanalega ekki atburðurinn sjálfur sem valdi því mesta skaðanum heldur sjón þeirra á lífið eftir það sem gerðist.
Ef sem dæmi barn upplifir ofbeldi frá foreldri þá getur það byrjað að trúa því að eitthvað sé að því. Þess vegna trúir hann því að með því að skoða fortíðina má mynda afstöðu til hluta sem gerðust og þá myndast svigrúm fyrir breytingar.
Þar til það gerist verður margt af því sem manneskjan upplifir vegna hluta sem faldir eru í undirmeðvitund hennar. Með því að vakna til lífsins í dag, þá verðum við frjáls fyrir fortíðinni að hans mati.
Ekki ásaka aðra
Maté trúir því að þegar við dæmum annað fólk erum við að sjá hluti í öðru fólki sem við höfum ekki gert upp hjá okkur sjálfum. Um leið og við skoðun það neikvæða sem við gerum reglulega eða meðtökum mennskuna okkar, þá eigum við auðveldara með að meðtaka mennskuna í öðru fólki. Það er enginn alveg með lífið eða fullkomin/inn. Það er fantasía sem ekki er hægt að lifa.
Er þetta ástríða eða fíkn?
Maté segir stundum flókið að greina á milli ástríðu og fíknar. Hann segir þó megin muninn vera sá að ástríða er skapandi og vex og gefur af sér á meðan fíkn tekur, einangrar fólk og skapar vanda og jafnvel veikindi. Það getur því verið mikilvægt að skoða þá hluti reglulega sem vekja ástríðu innra með okkur. Er ástríða mín að taka mig frá börnunum mínum? Frá hjónabandinu eða jafnvel frá mér sjálfri/sjálfum?