Tæplega 400 lögreglumenn komu á vettvang þegar fjöldaskotárásin í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas átti sér stað.
Tæplega 400 lögreglumenn komu á vettvang þegar fjöldaskotárásin í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas átti sér stað.
Tæplega 400 lögreglumenn komu á vettvang þegar fjöldaskotárásin í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas átti sér stað.
Þetta kemur fram í skýrslu frá rannsakendum árásarinnar, sem gefin var út í dag. AP-fréttastofan greinir frá.
„Í Robb-grunnskólanum tókst viðbragðsaðilum ekki að fylgja eftir virkri skotþjálfun sinni og þeim tókst ekki að forgangsraða björgun saklausra lífa fram yfir eigin öryggi.“
Segir í skýrslunni að verkferlar hafi brugðist og skapað óreiðukennda atburðarás sem stóð yfir í meira en klukkustund áður en árásarmaðurinn, sem skaut 19 nemendur og tvo kennara til bana, náðist og var skotinn.
Byssumaðurinn hleypti af um það bil 142 skotum inni í byggingunni og það er „nánast öruggt“ að 100 skotum hafi verið hleypt af áður en nokkur lögreglumaður kom inn.
Samkvæmt skýrslunni voru 376 lögreglumenn á vettvangi. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra var frá alríkislögreglunni og ríkislögreglunni.