Liðsfélagi út lífið

EM 2022 | 19. júlí 2022

Liðsfélagi út lífið

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins, skrifaði hjartnæma kveðju á Instagram til Hallberu Guðnýjar Gísladóttur sem spilaði sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í gær gegn Frakklandi á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu. 

Liðsfélagi út lífið

EM 2022 | 19. júlí 2022

Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir.
Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins, skrifaði hjartnæma kveðju á Instagram til Hallberu Guðnýjar Gísladóttur sem spilaði sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í gær gegn Frakklandi á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu. 

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins, skrifaði hjartnæma kveðju á Instagram til Hallberu Guðnýjar Gísladóttur sem spilaði sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í gær gegn Frakklandi á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu. 

Hallbera tilkynnti á Instagram í gær að leikurinn væri hennar síðasti á ferlinum. 

Fanndís og Hallbera hafa verið herbergisfélagar hjá íslenska landsliðinu í tíu ár en Fanndís var ekki með á mótinu þar sem hún hefur ekkert spilað í sumar vegna krossbandsslita.

Fanndís skrifaði:

„Liðsfélagi út lífið. Til hamingju elsku besta hjásvæfa mín til tíu ára. Þú ert einstök á svo margan hátt. TAKK FYRIR MIG! Kveð þig með trega innan vallar en get ekki beðið eftir öllum ævintýrunum okkar utanvallar.“

mbl.is