Settu nýtt met þegar þær duttu út

EM 2022 | 19. júlí 2022

Settu nýtt met þegar þær duttu út

Ísland datt í gær úr keppni á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu, fyrsta liðið til að gera það án þess að tapa leik.

Settu nýtt met þegar þær duttu út

EM 2022 | 19. júlí 2022

Agla María Albetrsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Dagný Brynjarsdóttir að …
Agla María Albetrsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Dagný Brynjarsdóttir að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland datt í gær úr keppni á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu, fyrsta liðið til að gera það án þess að tapa leik.

Ísland datt í gær úr keppni á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu, fyrsta liðið til að gera það án þess að tapa leik.

Vítaspyrna sem Dagný Brynjarsdóttir skoraði úr fyrir íslenska liðið jafnaði stöðuna í leiknum og úr varð þriðja 1:1 jafntefli Íslands á mótinu. 

Íslenska liðið varð því fyrsta liðið í sögu EM sem hefur dottið úr riðlakeppninni án þess að tapa leik. 

Ísland hefði getað komist upp úr riðlinum á þeim þrem jafnteflum sem þær hefðu gert ef leikur Belgíu og Ítalíu hefði farið 0:0 eða 1:1. Það varð því miður ekki og Ísland er úr leik.

mbl.is