Ísland er úr leik á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu eftir 1:1 jafntefli við Frakkland í gær en stutt er í næsta stórmót.
Ísland er úr leik á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu eftir 1:1 jafntefli við Frakkland í gær en stutt er í næsta stórmót.
Ísland er úr leik á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu eftir 1:1 jafntefli við Frakkland í gær en stutt er í næsta stórmót.
Evrópumót kvenna er haldið á 4 ára fresti. það var síðast haldið árið 2017 í Hollandi og átti því að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna Covid-19 faraldursins.
Þess vegna er einungis ár á milli EM og HM sem verður sumarið 2023.
Ísland er sem stendur í efsta sæti C-riðils í undankeppni HM og næsti leikur þeirra er 2. september gegn Hvíta-Rússlandi.
Þeir sem voru svekktir að Ísland lék enga vináttuleiki á heimavelli fyrir EM geta huggað sig við það að næsti leikur þeirra er á Laugardalsvelli.
Forseti Íslands var með hvatningarorð til stelpnanna eftir að þær duttu úr keppni í gærkvöldi: „Takk stelpur! Við tökum þetta á HM.“