Sveitarstjórar sóttu um stöðu sveitarstjóra

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 20. júlí 2022

Sveitarstjórar sóttu um stöðu sveitarstjóra

40 sóttu um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu Vogum, þar á meðal einn starfandi sveitarstjóri í öðru sveitarfélagi og þrír fyrrverandi sveitarstjórar.

Sveitarstjórar sóttu um stöðu sveitarstjóra

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 20. júlí 2022

Sveitarstjórarnir, bæði fyrrverandi og núverandi, sem sóttu um. Frá vinstri: …
Sveitarstjórarnir, bæði fyrrverandi og núverandi, sem sóttu um. Frá vinstri: Einar Kristján, Valdimar, Þórdís Sif og Björg.

40 sóttu um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu Vogum, þar á meðal einn starfandi sveitarstjóri í öðru sveitarfélagi og þrír fyrrverandi sveitarstjórar.

40 sóttu um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu Vogum, þar á meðal einn starfandi sveitarstjóri í öðru sveitarfélagi og þrír fyrrverandi sveitarstjórar.

Þá eru þau Glúmur Baldvinsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður, og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi einnig á meðal umsækjenda en þau hafa sótt um nokkrar stöður sveitar- og bæjarstjóra að undanförnu. 

Sóttist eftir gamla starfinu og þessu nýja

Sveitarstjórinn sem starfandi er og sótti um er Valdimar O. Hermannsson en hann er bæjarstjóri Blönduósbæjar. 

Þórdís Sif Sigurðardóttir sótti einnig um en hún er fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýr meirihluti ákvað að endurráða hana ekki.

Einar Kristján Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri Húnavatnshrepps, er sömuleiðis á meðal umsækjenda. Hann er reyndar enn titlaður sem sveitarstjóri á heimasíðu Húnavatnshrepps. Á lista Voga er Einar Kristján aftur á móti titlaður fyrrverandi sveitarstjóri. Starf hans var auglýst í Húnabyggð 3. júlí síðastliðinn og sótti Einar Kristján um það starf. Áðurnefndur Glúmur sóttist einnig eftir því starfi.

Björg Erlingsdóttir sótti  einnig um stöðu sveitarstjóra í Vogum en hún var sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps. Hún ákvað að sækjast ekki eftir endurráðningu þar.

Eftirfarandi sóttu um stöðu sveitarstjóra í Vogum:

  • Ásdís Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri
  • Baldur Þórir Guðmundsson, sérfræðingur
  • Björg Erlingsdóttir, fyrrv. sveitarstjóri
  • Björn Óli Ö. Hauksson, ráðgjafi
  • Daníel Arason, forstöðumaður
  • Einar Kristján Jónsson, fyrrv. sveitarstjóri
  • Elías Pétursson, fyrrv. bæjarstjóri
  • Gísli Þór Gíslason, viðskiptafræðingur
  • Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi
  • Gunnar Axel Axelsson, deildarstjóri
  • Gunnar Júlíus Helgason, framkvæmdastjóri
  • Haraldur Helgason, verkstjóri
  • Helga Birna Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri
  • Hildigunnur Jónasdóttir, lögfræðingur
  • Ingvi Már Guðnason, verkstjóri
  • Jasmia Vajzovic Crnac, deildarstjóri og fyrrum varabæjarfulltrúi
  • Jón Sveinsson, húsvörður
  • Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri
  • Jón Eggert Guðmundsson, kerfisstjóri
  • Júlíus Þór Gunnarsson, sjálfstætt starfandi
  • Karl Gauti Hjaltason, fyrrv. Alþingismaður
  • Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri
  • Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri
  • Lína Björg Tryggvadóttir, skrifstofustjóri
  • Roy Albrecht, blaðberi
  • Sigurður Erlingsson, fyrrv. sparisjóðsstjóri
  • Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrv. Alþingismaður og viðskiptafræðingur
  • Valdimar O. Hermannsson, starfandi sveitarstjóri
  • Vigdís Hauksdóttir, fyrrv. borgarfulltrúi
  • Viggó E Viðarsson, flokksstjóri
  • Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri
  • Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri
  • Örvar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir, fyrrv. sveitarstjóri
mbl.is