40 sóttu um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu Vogum, þar á meðal einn starfandi sveitarstjóri í öðru sveitarfélagi og þrír fyrrverandi sveitarstjórar.
40 sóttu um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu Vogum, þar á meðal einn starfandi sveitarstjóri í öðru sveitarfélagi og þrír fyrrverandi sveitarstjórar.
40 sóttu um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu Vogum, þar á meðal einn starfandi sveitarstjóri í öðru sveitarfélagi og þrír fyrrverandi sveitarstjórar.
Þá eru þau Glúmur Baldvinsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður, og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi einnig á meðal umsækjenda en þau hafa sótt um nokkrar stöður sveitar- og bæjarstjóra að undanförnu.
Sveitarstjórinn sem starfandi er og sótti um er Valdimar O. Hermannsson en hann er bæjarstjóri Blönduósbæjar.
Þórdís Sif Sigurðardóttir sótti einnig um en hún er fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýr meirihluti ákvað að endurráða hana ekki.
Einar Kristján Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri Húnavatnshrepps, er sömuleiðis á meðal umsækjenda. Hann er reyndar enn titlaður sem sveitarstjóri á heimasíðu Húnavatnshrepps. Á lista Voga er Einar Kristján aftur á móti titlaður fyrrverandi sveitarstjóri. Starf hans var auglýst í Húnabyggð 3. júlí síðastliðinn og sótti Einar Kristján um það starf. Áðurnefndur Glúmur sóttist einnig eftir því starfi.
Björg Erlingsdóttir sótti einnig um stöðu sveitarstjóra í Vogum en hún var sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps. Hún ákvað að sækjast ekki eftir endurráðningu þar.
Eftirfarandi sóttu um stöðu sveitarstjóra í Vogum: