Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir endurskoða þurfi hvernig kvótaþakið sé útfært. Það tengist meðal annars miklum sveiflum í úthlutuðum aflaheimildum í uppsjávarfisktegundum. Ekki séu mörg ár síðan engum kvóta var úthlutað í loðnu en nú síðast hafi verið gefinn út risakvóti, sem auðvitað hafi áhrif.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir endurskoða þurfi hvernig kvótaþakið sé útfært. Það tengist meðal annars miklum sveiflum í úthlutuðum aflaheimildum í uppsjávarfisktegundum. Ekki séu mörg ár síðan engum kvóta var úthlutað í loðnu en nú síðast hafi verið gefinn út risakvóti, sem auðvitað hafi áhrif.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir endurskoða þurfi hvernig kvótaþakið sé útfært. Það tengist meðal annars miklum sveiflum í úthlutuðum aflaheimildum í uppsjávarfisktegundum. Ekki séu mörg ár síðan engum kvóta var úthlutað í loðnu en nú síðast hafi verið gefinn út risakvóti, sem auðvitað hafi áhrif.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins, streymi á netinu, sem opið er öllum áskrifendum.
Í viðtalinu er Gunnþór spurður út í gagnrýni sem fram hefur komið í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé Vísis í Grindavík. Hefur hún meðal annars beinst að því að fyrirtækið er nú komið upp yfir svokallað kvótaþak, en það setur takmörk fyrir því á hve miklum aflaheimildum hvert fyrirtæki í greininni getur haldið.
Með kaupunum á Vísi fer hlutdeild samstæðu Síldarvinnslunnar í 14% af úthlutuðum þorskígildum en lögbundin hámarkshlutdeild er 12%.
Þegar Brim hf. skaust fram yfir kvótaþakið vegna óvenju mikillar úthlutunar í loðnu á síðasta ári benti Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, á að núverandi útfærsla sm byggir á þorskígildisstuðlum sé ekki í takti við raunverulega stöðu. Hátt verð á loðnuafurðum og lítil veiði 2021 gerði það að verkum að verðmæti loðnukvótans í þorskígildum var orðið 30% meira en allra heimilda í þorski.
„Ég myndi vilja að þak í hverri fisktegund myndi ráða hámarkinu. Það er einfalt og gagnsætt kerfi,“ lagði Guðmundur til.