Sænska knattspyrnukonan Hanna Glas verður ekki með Svíþjóð á móti Belgíu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Leigh annað kvöld af völdum kórónuveirunnar.
Sænska knattspyrnukonan Hanna Glas verður ekki með Svíþjóð á móti Belgíu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Leigh annað kvöld af völdum kórónuveirunnar.
Sænska knattspyrnukonan Hanna Glas verður ekki með Svíþjóð á móti Belgíu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Leigh annað kvöld af völdum kórónuveirunnar.
Glas hefur spilað hverja einustu mínútu á mótinu hingað til í hægri bakverðinum. Ásamt Hönnu sýktist einnig hin 30 ára gamla Emma Kulberg, en hún hefur ekkert spilað á mótinu.
Þetta er mikill missir fyrir sænska liðið og óvíst hvort þær yrðu klárar í undanúrslitunum, fari liðið þangað.