Svívirðilega góðar grillaðar kartöflur fylltar með beikoni og osti

Uppskriftir | 21. júlí 2022

Svívirðilega góðar grillaðar kartöflur fylltar með beikoni og osti

Ef það er eitthvað sem við elskum þá eru það góðar bakaðar kartöflur. Þær eru nánast jafn mikilvægar og kjötið sjálft enda bragðast þær unaðslega - ekki síst þegar búið er að bragðbæta þær með hinum ýmsu aðferðum eins og hér er gert. Himneskar kartöflur myndi einhver segja og við tökum heilshugar undir það. 

Svívirðilega góðar grillaðar kartöflur fylltar með beikoni og osti

Uppskriftir | 21. júlí 2022

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:57
Loaded: 17.13%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:57
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ef það er eitt­hvað sem við elsk­um þá eru það góðar bakaðar kart­öfl­ur. Þær eru nán­ast jafn mik­il­væg­ar og kjötið sjálft enda bragðast þær unaðslega - ekki síst þegar búið er að bragðbæta þær með hinum ýmsu aðferðum eins og hér er gert. Him­nesk­ar kart­öfl­ur myndi ein­hver segja og við tök­um heils­hug­ar und­ir það. 

Ef það er eitt­hvað sem við elsk­um þá eru það góðar bakaðar kart­öfl­ur. Þær eru nán­ast jafn mik­il­væg­ar og kjötið sjálft enda bragðast þær unaðslega - ekki síst þegar búið er að bragðbæta þær með hinum ýmsu aðferðum eins og hér er gert. Him­nesk­ar kart­öfl­ur myndi ein­hver segja og við tök­um heils­hug­ar und­ir það. 

Grillaðar kart­öfl­ur fyllt­ar með bei­koni og osti

  • Kart­öfl­ur
  • Bei­kon
  • Paprika
  • Vor­lauk­ur
  • Ólífu­olía
  • Salt 
  • Pip­arost­ur frá Örnu
  • 2 msk. rjóma­ost­ur
  • Kórí­and­er
  • Sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Þetta er ein af þess­um frjáls­legu upp­skrift­um þar sem þér er það í sjálf­vald sett hversu mikið af hrá­efn­um þú not­ar hverju sinni. Eina sem við ráðleggj­um er að vera ekki spar á bei­konið. 
  2. Byrjið á að setja kart­öfl­urn­ar í álp­app­ír og á grillið. 
  3. Skerið paprik­una og vor­lauk­inn niður í eins stóra bita og kost­ur er. Penslið með ólífu­olíu og saltið. 
  4. Grillið paprik­una, vor­lauk­inn og bei­konið. Takið því næst af grill­inu og skerið niður í bita. Saxið niður smá kórí­and­er. 
  5. Takið kart­öfl­urn­ar af grill­inu og skerið kross í þær. Opnið kart­öfl­urn­ar með því að þrýsta henni sam­an og skafið upp úr henni með skeið. 
  6. Blandið sam­an í skál og myljið pip­arost­inn yfir. Saltið og piprið. 
  7. Setjið aft­ur í kart­öfl­una og út á grillið aft­ur. 
  8. Áður en kart­öfl­urn­ar eru born­ar fram skal setja sýrðan rjóma ofan á þær og smá saxað kórí­and­er til skrauts. 
mbl.is