Fjölskyldur nemenda í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum kalla nú eftir því að lögreglumennirnir sem voru á vettvangi þann 24. maí, þegar árásarmaður réðst inn í skólann og skaut nítján börn og tvo kennara til bana, verði settir í ólaunað leyfi eða teknir úr vettvangsvinnu.
Fjölskyldur nemenda í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum kalla nú eftir því að lögreglumennirnir sem voru á vettvangi þann 24. maí, þegar árásarmaður réðst inn í skólann og skaut nítján börn og tvo kennara til bana, verði settir í ólaunað leyfi eða teknir úr vettvangsvinnu.
Fjölskyldur nemenda í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum kalla nú eftir því að lögreglumennirnir sem voru á vettvangi þann 24. maí, þegar árásarmaður réðst inn í skólann og skaut nítján börn og tvo kennara til bana, verði settir í ólaunað leyfi eða teknir úr vettvangsvinnu.
Fréttastofa ABC greinir frá þessu.
Eins og greint hefur verið frá hafa viðbrögð lögreglu í Uvalde á vettvangi skotárásarinnar mætt harðri gagnrýni í Bandaríkjunum. Tæplega 400 lögreglumenn komu á vettvang í kjölfar skotárásarinnar en í skýrslu sem var birt í júlí um skotárásina kom fram að árásarmaðurinn hefði hleypt af 100 skotum áður en að lögregla fór inn í skólann.
Þá leið meira en klukkutími frá því að skothríðin hófst þangað til að lögreglan náði að yfirbuga byssumanninn. Lögreglumennirnir voru í kjölfarið sakaðir um að hafa ekki tekist að forgangsraða björgun saklausra borgara fram yfir eigin öryggi.
Á fundi í Uvalde í gærkvöldi kröfðust ættingjar fórnarlamba og fleiri úr samfélaginu þess að lögreglumennirnir myndu bera ábyrgð vegna slæmra viðbragða á vettvangi.
Þá krafðist faðir eins fórnarlambs þess að lögreglumennirnir yrðu teknir úr vinnu á vettvangi og færðir í skrifstofustörf eða að minnsta kosti settir í leyfi. Margir tóku undir þessa kröfu á fundinum.