Þýskaland komið í úrslit á EM

EM 2022 | 27. júlí 2022

Þýskaland komið í úrslit á EM

Ljóst er að Þýskaland spilar gegn Englandi í úrslitaleik EM kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Þýsku konurnar sigruðu Frakkland 2:1 í seinni undanúrslitaleiknum sem spilaður var á Stadium MK vellinum í Milton Keynes í kvöld fyrir framan rúmlega 27.000 áhorfendur.

Þýskaland komið í úrslit á EM

EM 2022 | 27. júlí 2022

Alexandra Popp skoraði bæði mörk Þýskalands í leiknum.
Alexandra Popp skoraði bæði mörk Þýskalands í leiknum. AFP/Adrian Dennis

Ljóst er að Þýskaland spilar gegn Englandi í úrslitaleik EM kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Þýsku konurnar sigruðu Frakkland 2:1 í seinni undanúrslitaleiknum sem spilaður var á Stadium MK vellinum í Milton Keynes í kvöld fyrir framan rúmlega 27.000 áhorfendur.

Ljóst er að Þýskaland spilar gegn Englandi í úrslitaleik EM kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Þýsku konurnar sigruðu Frakkland 2:1 í seinni undanúrslitaleiknum sem spilaður var á Stadium MK vellinum í Milton Keynes í kvöld fyrir framan rúmlega 27.000 áhorfendur.

Virkilega jafn leikur milli tveggja sterka liða en ekki gríðarlega spennandi í fyrri hálfleik, stóran part af honum, en við sáum ekki mark fyrr en eftir 40 mínútna leik. Mikið var um hálffæri og bæði lið voru hikandi á lokametrum vallarins.

Fyrsta mark leiksins skoraði Alexandra Popp á 40. mínútu. Hún fékk sendingu frá Svenju Huth frá hægri stakk sér fram á markteignum og negldi boltanum í þaknetið, 1:0.

Fimm mínútum síðar jöfnuðu Frakkar en Kadidiatou Diani átti þrumuskot í stöngina og þaðan fórr hann í bakið á Merle Frohms markverði og inn, 1:1.

Þriðja mark leiksins og annað mark sitt skoraði Alexandra Popp á 75. mínútu. Þýskaland lá í sókn inn í teig Frakklands, Brand átti tvö skot í varnarmann áður en boltinn fór út á hægri, þá kom Svenja Huth með fyrirgjöf en hún hafði nægan tíma til að líta upp og koma með góða sendingu fyrir og Popp setur hann í markið með dúndurskalla, 2:1.

Leikurinn var æsispennandi í leikslok og Frakkar lágu á Þjóðverjum í leit að jöfnunarmarkinu. Það kom aldrei og Þýskaland fer á Wembley og mætir enska landsliðinu á sunnudaginn.

Þýskaland 2:1 Frakkland opna loka
90. mín. 5 mínútum bætt við
mbl.is