Fólk hafi almennt „skemmt sér fallega“

Þjóðhátíð | 30. júlí 2022

Fólk hafi almennt „skemmt sér fallega“

Tólf einstaklingar voru kærðir fyrir fíkniefnabrot síðastliðinn sólarhring í Vestmannaeyjum og var hald lagt á „nokkurt magn fíkniefna“ í einu tilfelli. Önnur mál voru þó minniháttar. 

Fólk hafi almennt „skemmt sér fallega“

Þjóðhátíð | 30. júlí 2022

Þá komu engin ofbeldisbrot til kasta lögreglu en einn gisti …
Þá komu engin ofbeldisbrot til kasta lögreglu en einn gisti í fangageymslu sökum ölvunarástands. mbl.is/ Óskar Pétur Friðriksson

Tólf einstaklingar voru kærðir fyrir fíkniefnabrot síðastliðinn sólarhring í Vestmannaeyjum og var hald lagt á „nokkurt magn fíkniefna“ í einu tilfelli. Önnur mál voru þó minniháttar. 

Tólf einstaklingar voru kærðir fyrir fíkniefnabrot síðastliðinn sólarhring í Vestmannaeyjum og var hald lagt á „nokkurt magn fíkniefna“ í einu tilfelli. Önnur mál voru þó minniháttar. 

Fyrsta nótt þjóðhátíðar var að öðru leyti afar róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, að því sem fram kemur í tilkynningu. 

Einn var kærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Þá komu engin ofbeldisbrot til kasta lögreglu en einn gisti í fangageymslu sökum ölvunarástands. 

„Það er mat lögreglu að hátíðahöldin hafi farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega,“ segir svo í tilkynningunni. 

mbl.is