Þýskaland leikur í dag sinn níunda úrslitaleik á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu., Þýska liðið mætir þá Englandi í úrslitaleiknum á EM 2022 á Wembley-leikvanginum í London.
Þýskaland leikur í dag sinn níunda úrslitaleik á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu., Þýska liðið mætir þá Englandi í úrslitaleiknum á EM 2022 á Wembley-leikvanginum í London.
Þýskaland leikur í dag sinn níunda úrslitaleik á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu., Þýska liðið mætir þá Englandi í úrslitaleiknum á EM 2022 á Wembley-leikvanginum í London.
Þýskaland hefur unnið alla átta úrslitaleiki sína til þessa og er með algjöra yfirburði á EM kvenna frá stofnun keppninnar árið 1984, þegar horft er til fjölda titla.
Auk Þjóðverja hafa Norðmenn (tvisvar), Svíar og Hollendingar hreppt Evrópumeistaratitilinn.
Nýtt aðsóknarmet á úrslitaleik EM, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, verður slegið. Metið á karlaleik var sett í Madríd árið 1964 þegar Spánn og Sovétríkin léku til úrslita. 79.115 áhorfendur sáu leikinn, en metið á kvennaleik var sett árið 2013 þegar 41.301 áhorfandi sá úrslitaleik Þýskalands og Noregs í Stokkhólmi.
Liðin tvö sem mætast í úrslitaleiknum eiga það sameiginlegt að hafa verið mjög sannfærandi á mótinu til þessa og hvort um sig hefur aðeins fengið á sig eitt mark. Spánverjar skoruðu hjá Englendingum í átta liða úrslitum þegar England vann 2:1 í framlengdum leik og Frakkar náðu að skora hjá Þjóðverjum í undanúrslitum en Þýskaland vann þar 2:1.
Markatala enska liðsins í keppninni er 20:1 en markatala Þjóðverja er 13:1.
Leikið er til úrslita um Evrópumeistaratitil kvenna í þrettánda sinn á morgun. Saga úrslitaleikjanna frá 1984 er sem hér segir:
Svíþjóð og England mættust í tveimur úrslitaleikjum, þar sem Svíar unnu 1:0 í Gautaborg með marki Piu Sundhage en England vann 1:0 í Luton með marki Lindu Curl. Svíar sigruðu í vítaspyrnukeppni, 4:3. Áhorfendur í Gautaborg voru 5.662 en 2.567 í Luton. Danir og Ítalir enduðu í þriðja til fjórða sæti.
Noregur vann Svíþjóð 2:1 í úrslitaleik á Ullevaal í Ósló, þar sem Trude Stendal skoraði bæði mörk norska liðsins. Áhorfendur voru 8.408. Ítalía vann England í leik um bronsverðlaunin í Drammen.
Vestur-Þýskaland sigraði Noreg 4:1 í úrslitaleik í Osnabrück þar sem Ursula Lohn skoraði tvö markanna. Áhorfendur voru 22.000. Svíþjóð vann Ítalíu 2:1 í leik um bronsið á sama velli.
Þýskaland sigraði Noreg 3:1 í framlengdum úrslitaleik í Álaborg. Heidi Mohr skoraði tvö markanna og Silvia Neid, síðar landsliðsþjálfari, skoraði eitt. Áhorfendur voru 6.000. Danmörk vann Ítalíu 2:1 í leik um bronsið á sama velli.
Noregur sigraði Ítalíu 1:0 í úrslitaleik í Cesena á Ítalíu þar sem Birthe Hegstad skoraði sigurmarkið. Áhorfendur voru 7.000. Danmörk vann Þýskaland 3:1 í leik um bronsið í Cesenatico.
Þýskaland sigraði Svíþjóð 3:2 í úrslitaleik í Kaiserslautern, þar sem Maren Meinert, Birgit Prinz og Bettina Wiegmann skoruðu mörk þýska liðsins. Áhorfendur voru 8.500. Svíþjóð vann Noreg 4:1 í leik um bronsið í Jönköping.
Þýskaland sigraði Ítalíu 2:0 í úrslitaleik á Ullevaal í Ósló þar sem Sandra Minnert og Birgit Prinz skoruðu mörkin. Áhorfendur voru 2.221. Spánn og Svíþjóð enduðu í þriðja til fjórða sæti.
Þýskaland sigraði Svíþjóð 1:0 í framlengdum úrslitaleik í Ulm, þar sem Claudia Müller skoraði sigurmarkið. Áhorfendur voru 18.000. Danmörk og Noregur enduðu í þriðja til fjórða sæti.
Þýskaland sigraði Noreg 3:1 í úrslitaleik í Blackburn á Englandi, þar sem Inka Grings, Renata Lingor og Birgit Prinz skoruðu mörk þýska liðsins. Áhorfendur voru 21.105. Finnland og Svíþjóð enduðu í þriðja til fjórða sæti.
Þýskaland sigraði England 6:2 í úrslitaleik í Helsinki í Finnlandi og Birgit Prinz skoraði enn og aftur, í sínum fjórða úrslitaleik af fimm. Hún og Inka Grings gerðu tvö mörk hvor, Melanie Behringer og Kim Kulig eitt hvor. Áhorfendur voru 15.877. Holland og Noregur enduðu í þriðja til fjórða sæti.
Þýskaland sigraði Noreg 1:0 í úrslitaleik í Solna, úthverfi Stokkhólms, þar sem Anja Mittag skoraði sigurmarkið. Áhorfendur voru 41.301. Svíþjóð og Danmörk enduðu í þriðja til fjórða sæti.
Holland sigraði Danmörku 4:2 í úrslitaleik í Enschede í Hollandi, þar sem Vivianne Miedema skoraði tvö marka hollenska liðsins, Lieke Martens og Sherida Spitse skoruðu eitt hvor. Áhorfendur voru 28.182. England og Austurríki enduðu í þriðja til fjórða sæti.
England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley kl. 16 í dag. Áhorfendur verða 87.200 og uppselt er á leikinn. Svíþjóð og Frakkland enduðu í þriðja til fjórða sæti.
Næsta Evrópumót fer fram árið 2025 og gestgjafi verður ákveðinn í desember. Pólland, Frakkland og Úkraína hafa sótt um að halda mótið, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð sameiginlega og Sviss og Liechtenstein sameiginlega.
Greinin birtist áður í laugardagsblaði Morgunblaðsins