Máttu ekki spila fótbolta í hálfa öld

EM 2022 | 31. júlí 2022

Máttu ekki spila fótbolta í hálfa öld

Margt hefur breyst á fimm árum frá því síðasta Evrópukeppni kvenna í fótbolta fór fram í Hollandi árið 2017. Enn meira hefur breyst síðan ég fylgdi íslenska kvennalandsliðinu í sína fyrstu lokakeppni EM í Finnlandi árið 2009.

Máttu ekki spila fótbolta í hálfa öld

EM 2022 | 31. júlí 2022

Enskar konur máttu ekki spila fótbolta í hálfa öld en …
Enskar konur máttu ekki spila fótbolta í hálfa öld en í dag munu 87.200 áhorfendur mæta á úrslitaleik Englands og Þýskalands á Wembley. AFP/Lindsey Parnaby

Margt hefur breyst á fimm árum frá því síðasta Evrópukeppni kvenna í fótbolta fór fram í Hollandi árið 2017. Enn meira hefur breyst síðan ég fylgdi íslenska kvennalandsliðinu í sína fyrstu lokakeppni EM í Finnlandi árið 2009.

Margt hefur breyst á fimm árum frá því síðasta Evrópukeppni kvenna í fótbolta fór fram í Hollandi árið 2017. Enn meira hefur breyst síðan ég fylgdi íslenska kvennalandsliðinu í sína fyrstu lokakeppni EM í Finnlandi árið 2009.

Svo ekki sé talað um fyrstu Evrópukeppnina í kvennaflokki, sem lauk árið 1984 með sigri Svía. Þá tóku aðeins sextán þjóðir þátt í undankeppninni.

Það er ekki síst hið almenna viðhorf gagnvart því að konur spili yfir höfuð fótbolta sem hefur gjörbreyst.

Þótt ótrúlegt virðist í dag, þá var konum bannað að stunda íþróttina í um það bil hálfa öld í „móðurlandi“ fótboltans, Englandi, og víðs vegar annars staðar um lengri eða skemmri tíma.

Bakvörðurinn í heild sinni er í laugardagsblaði Morgunblaðsins

mbl.is