Amber Heard seldi húsið

Amber Heard seldi húsið

Leikkonan Amber Heard seldi hús sitt í Yucca dal í Kailforníu í Bandaríkjunum í júlí. Tveir mánuðir eru síðan dómur féll í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn henni, þar sem henni var gert að greiða honum 10,3 milljónir bandaríkjadala.

Amber Heard seldi húsið

Johnny Depp sakaður um ofbeldi | 2. ágúst 2022

Leikkonan Amber Heard seldi hús sitt í Yucca dal í …
Leikkonan Amber Heard seldi hús sitt í Yucca dal í júlí. AFP

Leikkonan Amber Heard seldi hús sitt í Yucca dal í Kailforníu í Bandaríkjunum í júlí. Tveir mánuðir eru síðan dómur féll í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn henni, þar sem henni var gert að greiða honum 10,3 milljónir bandaríkjadala.

Leikkonan Amber Heard seldi hús sitt í Yucca dal í Kailforníu í Bandaríkjunum í júlí. Tveir mánuðir eru síðan dómur féll í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn henni, þar sem henni var gert að greiða honum 10,3 milljónir bandaríkjadala.

Húsið sem Heard seldi er 227 fermetra einbýlishús með þremur svefnherbergjum. Um einkasölu var að ræða en samkvæmd gögnum sem New York Post hefur undir höndum seldist það á 1,05 milljón bandaríkjadala. 

Heard keypti húsið árið 2019 á 570 þúsund bandaríkjadali og græddi því talsvert á sölunni. 

Depp var gert að greiða Heard 2 milljónir dala og þarf því Heard að greiða honum alls 8,3 milljónir, en hefur hún sagst ekki eiga slíka upphæð til.

mbl.is