Flestir komust heim átakalaust

Þjóðhátíð | 2. ágúst 2022

Flestir komust heim átakalaust

Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Herjólfs, segist ánægður með yfirstaðna Þjóðhátíð sem haldin var um helgina í fyrsta skipti í þrjú ár.

Flestir komust heim átakalaust

Þjóðhátíð | 2. ágúst 2022

„Herjólfur getur bara flutt ákveðið magn í hverja ferð og …
„Herjólfur getur bara flutt ákveðið magn í hverja ferð og það er alltaf á endanum flöskuhálsinn okkar.“ mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Herjólfs, segist ánægður með yfirstaðna Þjóðhátíð sem haldin var um helgina í fyrsta skipti í þrjú ár.

Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Herjólfs, segist ánægður með yfirstaðna Þjóðhátíð sem haldin var um helgina í fyrsta skipti í þrjú ár.

Aðspurður segir hann fáa hátíðargesti hafa endað sem strandaglópar í Vestmannaeyjum, en uppselt var í allar ferðir með Herjólfi í gær. 

„Megnið af gestunum komust heim í gær. Einhverjir fóru heim í morgun og einhverjir kannski sem sitja lengur sem eiga ættir sínar að rekja hingað eða eru með þannig gistingu að geta verið lengur,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Dalurinn er tómur og engin tjöld þar að finna, að sögn Harðar. Eina fólkið sem sé eftir sé því fólk í heimagistingum.

Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi verið í …
Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal þegar mest lét, þegar brekkusöngurinn fór fram. mbl.is/Ari Páll

Herjólfur er flöskuhálsinn

Spurður um fjölda hátíðargesta segir Hörður að þær tölur hafi ekki verið teknar saman en um sé að ræða svipaðan fjölda og hefur verið síðustu ár, bæði í helgarpössum sem og sunnudagspössum.

„Herjólfur getur bara flutt ákveðið magn í hverja ferð og það er alltaf á endanum flöskuhálsinn okkar.“

Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal þegar mest lét, þegar sjálfur brekkusöngurinn fór fram.

Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Herjólfs.
Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Herjólfs.

Eyjan þrifin hátt og lágt

Framkvæmd hátíðarinnar segir Hörður að hafi verið með svipuðu sniði og árið 2019. „Þetta er náttúrulega yfirleitt sama uppskriftin sem gengur upp og mikil gleði í fólkinu sem var mætt til að skemmta sér með öðrum.

Þetta var bara frábær hátíð. Frábært veður og margt fólk og gaman að geta framkvæmt svona hátíð eftir tveggja ára stopp.“

Eyjan er núna þrifin hátt og lágt, en Herjólfsdalur er meira og minna kominn í fyrra horf.

„Nú þarf bara að klára að taka til og taka niður hátíðarsvæðið. Svo bara hefst vinnan við næstu Þjóðhátíð.“

mbl.is