Fjórir af sex íslenskum keppendum á Heimsleikunum í Crossfitt hefja leik í dag. Mótið hefst klukkan níu að staðartíma í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum eða klukkan 14 að íslenskum tíma.
Fjórir af sex íslenskum keppendum á Heimsleikunum í Crossfitt hefja leik í dag. Mótið hefst klukkan níu að staðartíma í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum eða klukkan 14 að íslenskum tíma.
Fjórir af sex íslenskum keppendum á Heimsleikunum í Crossfitt hefja leik í dag. Mótið hefst klukkan níu að staðartíma í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum eða klukkan 14 að íslenskum tíma.
Sólveig Sigurðardóttir keppir á sínum fyrstu heimsleikum í ár, en reynsluboltarnir Þuríður Erla Helgadóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Annie Mist Þórisdóttir eru svo sannarlega ekki á sínum fyrstu leikum. Annie og Björgvin keppa nú á sínum níundu leikum en Þuríður á sínum sjöundu.
Fjórar greinar eru undir í dag í bæði einstaklings- og liðakeppni, en Annie keppir í ár í fyrsta skipti með liði, Crossfit Reykjavík. Með henni í liðinu eru hin bandarísku Lauren Fisher og Tola Morakinyo auk hins ástralska Khan Porter. Hefur liðið haft búsetu hér á Íslandi í vetur og æft saman í Crossfit Reykjavík undir stjórn hins finnska Jami Tikkanen.
Þuríður Erla, Sólveig og Björgvin Karl keppa öll í einstaklingsflokki. Bergrós Björnsdóttir og Rökkvi Hrafn Guðnason keppa í unglingaflokki, Bergrós í 14 - 15 ára flokki og Rökkvi í 16 - 17 ára flokki. Þau hefja þó ekki leika í dag, en keppni í unglingaflokki hefst á morgun, fimmtudag og lýkur á laugardag.
Liða og einstaklingskeppni lýkur á sunnudag þegar liðin hafa lokið 11 keppnisgreinum og einstaklingar 13 keppnisgreinum.
Annie lenti í þriðja sæti í kvennaflokki á heimsleikunum á síðasta ári, aðeins 11 mánuðum eftir að hún fæddi dóttur sína í heiminn. Vakti árangur hennar heimsathygli. Björgvin Karl lenti í fjórða sæti og Þuríður Erla í þrettánda sæti.
Hægt verður að fylgjast með heimsleikunum í beinni útsendingu á YouTube.