Blása til rosalegustu brauðtertukeppni allra tíma

Daglegt líf | 5. ágúst 2022

Blása til rosalegustu brauðtertukeppni allra tíma

Við tökum stórt upp í okkur enda stendur mikið til. Það kunngjörist hérmeð að einn virtasti félagsskapur landsins, Brauðtertufélag Erlu og Erlu, ætlar að efna til brauðtertukeppni í tilefni af jarðhræringunum á Reykjanesskaganum og þemað er: Eldgos!

Blása til rosalegustu brauðtertukeppni allra tíma

Daglegt líf | 5. ágúst 2022

Mikilvægt er að brauðtertan minni á eldgos.
Mikilvægt er að brauðtertan minni á eldgos. mbl/Arnþór Birkisson/Berglind Hreiðarsdóttir

Við tökum stórt upp í okkur enda stendur mikið til. Það kunngjörist hérmeð að einn virtasti félagsskapur landsins, Brauðtertufélag Erlu og Erlu, ætlar að efna til brauðtertukeppni í tilefni af jarðhræringunum á Reykjanesskaganum og þemað er: Eldgos!

Við tökum stórt upp í okkur enda stendur mikið til. Það kunngjörist hérmeð að einn virtasti félagsskapur landsins, Brauðtertufélag Erlu og Erlu, ætlar að efna til brauðtertukeppni í tilefni af jarðhræringunum á Reykjanesskaganum og þemað er: Eldgos!

Innblásturinn er að sjálfsögðu sóttur í nýja eldgosið sem myndast hefur í Meradölum og varla hægt að eiga samræður án þess að minnst sé á gosið. 

Erla Hlynsdóttir, stofnandi hópsins, segir að dæmt verði frá útliti brauðtertunnar en þátttakendur senda mynd af sínu meistaraverki inn í sérstakt albúm í hópnum sunnudaginn 14. ágúst og í framhaldinu geta meðlimir hópsins kosið um hvaða brauðterta nær best að fanga eldgosaþemað. Kosningu lýkur á hádegi þriðjudaginn 16. ágúst og þá er ljóst hver ber sigur úr býtum. Verðlaun verða veitt fyrir þær gos-brauðtertur sem lenda í efstu þremur sætunum.  

„Nú þarf fólk bara að virkja hugmyndaflugið og sköpunargleðina. Ég hlakka mikið til að sjá allar geggjuðu brauðterturnar sem koma út úr þessu,“ segir Erla en alls telur félagið fjórtán þúsund meðlimi.  

Brauðtertufélag Erlu og Erlu hefur áður staðið fyrir brauðtertukeppni en árið 2019 var félagið í samstarfi við hönnuðina Tönju Huld Levý og Valdísi Steinarsdóttur og héldu brauðtertukeppni í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt með styrk frá Reykjavíkurborg. Keppnin heppnaðist svo vel að til stóð að halda hana árlega en síðan kom COVID og setti öll slík plön úr skorðum.  

Keppnin í ár er hins vegar aðeins á netinu og sem fyrr segir tileinkuð eldgosaþema. Þó dæmt verði út frá myndum verður brauðtertan sannarlega að vera æt og eiga þátttakendur því sömuleiðis að greina frá helstu hráefnum sem þeir notuðu.  

Vinningar eru ekki af verri endanum. Ásbjörn Ólafsson ehf. gefur fallega stálbakka fyrir brauðtertur, Landnámsegg gefa egg frá frjálsum landnámshænum í Hrísey, Pro Gastro  gefur japanskan brauðhníf og japanskan grænmetishníf, Náttúrulega gaman gefur Litabombur sem innihalda ýmsa ofurfæðu og henta vel til að lita mat á heilnæman hátt og Granólabarinn gefur handgert granóla án viðbætts sykurs. 

mbl.is