Elsku Krabbinn minn,
Elsku Krabbinn minn,
það er aldeilis búið að vera líf í tuskunum og mikill hraði á huganum. Þetta er svo miklu fallegra tímabil en þú heldur og þú veist lausnina til þess að láta lífið þitt ganga upp.
Treystu ekki öllum eða næsta manni fyrir leyndarmálum þínu eða einhverju sem þér hefur verið treyst fyrir. Því eins máltækið segir, þjóð veit það sem þrír vita. Láttu heldur ekki alla vita um áform þín, því núna ertu að spekúlera í svo mörgu sem þú ætlar að gera þegar haustar. Það sem þú ert að spá í það geturðu, en þú verður að fara í gegnum fjöll og hindranir. Þessvegna verður sigur þinn enn sætari. Þetta gæti líka tengst réttlæti gagnvart einhverjum sem hefur gengið á hlut þinn en allavega þá getur þú verið sáttur og sæll.
Þeir mínusar sem þér finnst þú vera að upplifa núna verða bara stutta stund. Það er líka mjög trúlegt að það gæti líka verið bara búið. Það eru svo margir að koma inn í líf þitt með klapp á bakið og það eru líka mun fleiri en þú heldur svo stoltir af þér. Svo þú getur bara verið dálítið montinn með þig, það færi þér vel.
Þú skalt líka sjá að stundum er ágætt að stoppa það ferli sem maður er í þegar þér sýnist það ekki gefa þér neitt nema öryggi það minnsta. Hvort sem það er vinna, skóli eða samband, því ef þú ert alltaf með öryggisnet í kringum þig, þá verður ekkert að frétta. Svo þú skalt hoppa út í djúpu laugina eins oft og mögulegt er.
Það eru spennandi kaflar skrifaðir inn í sögu þína á næstunni og ævintýri sem þú varst ekki búinn að sjá fyrir. Þú þarft sjálfur að halda ástinni við eða að kveikja ástarlogann. En ef þér finnst vera komið að leiðarlokum í því, þá getur það orðið þér farsælast að ganga í burtu. Lífið er stutt og núna er tíminn þér hliðhollur til þess að skipta um gír í lífinu og að fara á þeim hraða sem þér finnst bestur.
Knús og kossar,
Sigga Kling