Varði afmælisdeginum með Bieber-hjónunum

Justin Bieber | 5. ágúst 2022

Varði afmælisdeginum með Bieber-hjónunum

Fyrrverandi hafnaboltakappinn Alex Rodriguez lét lítið á sér bera á afmæli sínu, en hann varð 47 ára 27. júlí síðastliðinn og eyddi afmælisdeginum í golfi í Idaho í Bandaríkjunum.

Varði afmælisdeginum með Bieber-hjónunum

Justin Bieber | 5. ágúst 2022

Alex Rodriguez fagnaði 47 ára afmæli sínu með Bieber hjónunum.
Alex Rodriguez fagnaði 47 ára afmæli sínu með Bieber hjónunum. Samsett mynd

Fyrrverandi hafnaboltakappinn Alex Rodriguez lét lítið á sér bera á afmæli sínu, en hann varð 47 ára 27. júlí síðastliðinn og eyddi afmælisdeginum í golfi í Idaho í Bandaríkjunum.

Fyrrverandi hafnaboltakappinn Alex Rodriguez lét lítið á sér bera á afmæli sínu, en hann varð 47 ára 27. júlí síðastliðinn og eyddi afmælisdeginum í golfi í Idaho í Bandaríkjunum.

Samkvæmt heimildarmanni People var fögnuðurinn lágstemmdur. „Hann fór með vinum og fjölskyldu í kvöldverð, golf, gönguferðir og bátsferðir á vatninu.“ Þrátt fyrir það sáust stjörnur á borð við Justin og Hailey Bieber, Mark Wahlberg og Reese Witherspoon fagna með Rodriguez, ásamt kærustu hans, Kathryne Padgett. 

View this post on Instagram

A post shared by Alex Rodriguez (@arod)

Rodriguez var áður trúlofaður söngdívunni Jennifer Lopez, en leiðir þeirra skildi í ársbyrjun 2021 eftir fjögurra ára samband. Sambandsslitin virtust taka verulega á Rodriguez, en Lopez er nú trúlofuð leikaranum Ben Affleck. 

mbl.is