Svona gerir þú alvöru bragðaref heima hjá þér

Uppskriftir | 11. ágúst 2022

Svona gerir þú alvöru bragðaref heima hjá þér

Bragðarefur er mögulega það allra vinsælasta í íslenskum ísbúðum og ef það er eitthvað sem meistari María Gomez á Paz.is er snillingur í þá er það að búa til uppskriftir sem eru nánast alveg eins og fyrirmyndin.

Svona gerir þú alvöru bragðaref heima hjá þér

Uppskriftir | 11. ágúst 2022

Ljósmynd/María Gomez

Bragðarefur er mögulega það allra vinsælasta í íslenskum ísbúðum og ef það er eitthvað sem meistari María Gomez á Paz.is er snillingur í þá er það að búa til uppskriftir sem eru nánast alveg eins og fyrirmyndin.

Bragðarefur er mögulega það allra vinsælasta í íslenskum ísbúðum og ef það er eitthvað sem meistari María Gomez á Paz.is er snillingur í þá er það að búa til uppskriftir sem eru nánast alveg eins og fyrirmyndin.

„Ég elska bragðaref og hef gert síðan hann leit fyrst dagsins ljós í ísbúðum landsins. Ég verð þó að viðurkenna að það að fara með fjölskylduna í ísbúðina er orðið ansi dýrt sport ef um stóra fjölskyldu er að ræða. Því hef ég gert bragðarref heima í fjölda ára og hann bragðast alveg eins og úr ísbúðinni,“ segir María um þessa geggjuðu uppskrift og bætir við að það eina sem þurfi til að gera ísinn sé hrærivél eða blandari, jafnvel matvinnsluvél, skál og sleikja.

Bragðarefur sem bragð er af

  • 2 lítrar vanilluís (ég notaði Bónus ís en mér finnst hann ekki eins rjómakenndur og annar ís og því verður bragðarefurinn ferskari, nota líka oft Vesturbæjarísinn gamla ef ég vil hafa hann enn ferskari)
  • 250 g fersk jarðarber (verða að vera fersk, alls ekki frosin)
  • 130 g Sanbó piparkúlur
  • 130 g Sanbo þristakúlur eða þristar 
  • 5 stk. kókósbollur
  • Svo má setja allskyns annað sem hugurinn girnist en ég elska að setja lakkrískonfekt frá Sanbó, því hann helst mjúkur í köldum ísnum 

Aðferð

  1. Látið ísinn standa í smá stund upp á borði svo hann mýkist ögn
  2. Skerið jarðaberin smátt niður á meðan ásamt sælgætinu
  3. Setjið svo ísinn og jarðaberin saman í hrærivél eða hin tækin sem ég nefni að ofan og hafið í gangi í örsutta stund eða bara þar til jarðaberin eru rétt svo blönduð saman við
  4. Ef þið gerið í hrærivél með T-inu setjið þá næst nammið út í skálina og hrærið létt saman en ekki of mikið svo ísinn verði ekki of linur
  5. Ef þið notið matvinnsluvél eða blandara er betra að setja ísinn eftir að honum er blandað saman við jarðaberin í skál og hræra namminu saman við með sleikju
  6. Setjið svo bragðarefinn út í 2 lítra ísboxið og lokið boxinu
  7. Kælið í frystir í eins og 30-60 mínútur þá verður hann stífur og kaldur
  8. Geymið svo rest ef verður eftir í ísboxinu áfram í frystinum
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is