Prógröm eiga ekki að vera í formi pyntinga

Inga næringarþerapisti | 12. ágúst 2022

Prógröm eiga ekki að vera í formi pyntinga

Næringarþerapistinn Inga Kristjánsdóttir, veit svo sannarlega sínu viti þegar að heilbrigðum og hollum matarvenjum kemur. Inga lagði stund á næringarþerapíu í Kaupmannahöfn á árunum 2003-2006 og hefur upp frá því haft unun af því að stúdera blóðsykurstjórnun og deila reynslu sinni með því að aðstoða aðra við að koma jafnvægi á blóðsykur og matarvenjur. 

Prógröm eiga ekki að vera í formi pyntinga

Inga næringarþerapisti | 12. ágúst 2022

Næringarþerapistinn Inga Kristjánsdóttir, veit svo sannarlega sínu viti þegar að heilbrigðum og hollum matarvenjum kemur. Inga lagði stund á næringarþerapíu í Kaupmannahöfn á árunum 2003-2006 og hefur upp frá því haft unun af því að stúdera blóðsykurstjórnun og deila reynslu sinni með því að aðstoða aðra við að koma jafnvægi á blóðsykur og matarvenjur. 

Næringarþerapistinn Inga Kristjánsdóttir, veit svo sannarlega sínu viti þegar að heilbrigðum og hollum matarvenjum kemur. Inga lagði stund á næringarþerapíu í Kaupmannahöfn á árunum 2003-2006 og hefur upp frá því haft unun af því að stúdera blóðsykurstjórnun og deila reynslu sinni með því að aðstoða aðra við að koma jafnvægi á blóðsykur og matarvenjur. 

„Þegar maður er að berja sig áfram í einhverju, ég þekki það voðalega vel sjálf, búin að fara í gegnum alls konar kúra, alls prógröm og hinar og þessar tegundir líkamsræktar. Á einhverjum tímapunkti uppgötvar maður að þetta snýst nú ekkert endilega um heilsufar eða það að vilja gera sér gott. Þetta er meira svona eitthvert pyntingarform,“ sagði Inga. 

Sjálfsmildið mikilvægt vopn

„Það er rosalega mikilvægt að þegar maður er að fara í gegnum svona breytingar að maður sé ekki að gera það á hnefanum með boðum og bönnum og keyra sig í gegnum einhver prógröm sem augljóslega eru ekki að virka fyrir mann,“ sagði Inga sem hefur tileinkað sér að hafa sjálfsmildi að vopni til að viðhalda heilbrigði sínu og annarra.

Inga segir mikilvægt að einstaklingar í lífstílsbreytingum brjóti sig ekki niður og refsi sér þó svo að þeir fari á einhverjum tímapunkti út af sporinu á vegferð sinni. Þar geti sjálfsmildið og sjálfsástin spilað stórt hlutverk.

„Það er ekkert að hjálpa að rífa sig niður fyrir það,“ sagði Inga og bætti við; „Á morgun kemur nýr dagur.“

Inga Kristjánsdóttir var gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum fyrr í vikunni þar sem hún gaf innsýn í starf sitt sem næringarþerapisti. Þáttinn má sjá í heild sinni með því að smella hér. 

mbl.is