Formaður HSÍ segir það vera mjög stórt skref í rétta átt að framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhúsíþróttum hafi hafið störf.
Formaður HSÍ segir það vera mjög stórt skref í rétta átt að framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhúsíþróttum hafi hafið störf.
Formaður HSÍ segir það vera mjög stórt skref í rétta átt að framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhúsíþróttum hafi hafið störf.
Nefndin hóf störf á miðvikudaginn en í sameiginlegri tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg kemur fram að hlutverk hennar sé að leiða vinnu vegna hönnunar, útboðs og hvernig staðið verður að fjármögnun þjóðarhallar og undirbúa ákvörðun um útfærslu og rekstrarform.
Nefndinni er falið að útbúa tímasetta framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hallarinnar. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið árið 2025.
„Menn fá ákveðið fjármagn til undirbúnings og menn eru með háleit markmið um að klára þetta fyrir árið 2025. Ég hef fulla trú á að það heppnist,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við mbl.is.
Nefndin er skipuð tveimur fulltrúum ríkisins og og tveimur fulltrúum Reykjavíkurborgar ásamt formanninum Gunnari Einarssyni, fyrrverandi bæjarstóra Garðabæjar.
„Ég fagna því að verkefnið er komið á það stig að það er verið að fylgja eftir þeim hugmyndum að byggja nýja þjóðarhöll. Ég fagna því mjög að það veljist þar inn fólk sem á að skoða möguleikana á framkvæmdinni og hvernig yrði að þessu staðið,“ segir Guðmundur.
„Að mínu mati eru tveir möguleikar í stöðunni. Annars vegar að Reykjavíkurborg og ríki byggi þessa höll og leggi til fjármagn til bygginga og fái síðan framkvæmdaraðila eða rekstraraðila til að reka þetta.
Hins vegar sé ég þetta þannig fyrir mér að menn skoði möguleikann á því að fara í útboð á því að byggja svona hús og að reka það. Kannski eins og þekkist í Egilshöll. Þar sem einkaaðili byggir íþróttamannvirkin og síðan eru það leigutakarnir sem eru þá Reykjavíkurborg og í þessu tilviki ríkið sem myndu greiða fyrir þá seldu tíma sem þar eru. Svo myndu menn vera með eitthvað í kring til þess að afla tekna til að reka mannvirkið.
Ég lít svo á að þessi framkvæmdanefnd skoði þessa möguleika á hvað sé fýsilegast að gera,“ segir Guðmundur.
Guðmundur segir að búið sé að greina hvaða kröfur séu gerðar til svona húss. Nú þurfi að ákveða hve stórt húsið eigi að vera og leggja það til borgar og ríkis. Það sé eitt af verkefnum framkvæmdanefndar.
„Núna er þetta að komast á það stig að taka þessar ákvarðanir.“