Landhelgisgæslan kvaddi Ægi og Tý eftir dygga þjónustu

Landhelgisgæslan | 16. ágúst 2022

Landhelgisgæslan kvaddi Ægi og Tý eftir dygga þjónustu

Afsal vegna sölu skipanna Ægis og Týs var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í gær og þau afhent nýjum eiganda.. Festi Fagur ehf. kaup á skipunum tveimur og fór að undirritun lokinni fram virðuleg kveðjuathöfn um borð í Ægi og Tý við Sundahöfn.

Landhelgisgæslan kvaddi Ægi og Tý eftir dygga þjónustu

Landhelgisgæslan | 16. ágúst 2022

Fáni var dreginn að húni við athöfnina.
Fáni var dreginn að húni við athöfnina. mbl.is/Árni Sæberg

Afsal vegna sölu skipanna Ægis og Týs var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í gær og þau afhent nýjum eiganda.. Festi Fagur ehf. kaup á skipunum tveimur og fór að undirritun lokinni fram virðuleg kveðjuathöfn um borð í Ægi og Tý við Sundahöfn.

Afsal vegna sölu skipanna Ægis og Týs var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í gær og þau afhent nýjum eiganda.. Festi Fagur ehf. kaup á skipunum tveimur og fór að undirritun lokinni fram virðuleg kveðjuathöfn um borð í Ægi og Tý við Sundahöfn.

„Áhafnir beggja skipa tóku þátt í fjölmörgum eftirminnilegum björgunarafrekum. Ægis og Týs bíður nú nýtt hlutverk og óhætt er að segja að þau hafi reynst hin mestu happafley,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Urðu við þetta kaflaskil hjá Landhelgisgæslu Íslands. Virðuleg kveðjuathöfn fór fram um borð í Ægi og Tý við Sundahöfn þar sem fyrrverandi skipverjar drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. 

Meira í Morgunblaðinu.

Markar þetta kaflaskil.
Markar þetta kaflaskil. mbl.is/Árni Sæberg
Happafleyin Ægir og Týr.
Happafleyin Ægir og Týr. mbl.is/Árni Sæberg
Athöfn var haldin um borð.
Athöfn var haldin um borð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is