Birgitta Líf launahæst í LXS-hópnum

Tekjur Íslendinga | 17. ágúst 2022

Birgitta Líf launahæst í LXS-hópnum

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, markaðsstjóri Word Class og eigandi Bankastræti Club, var með hæstu tekjurnar í vinkonuhópnum sem kenndur er við raunveruleikaþættina LXS á síðasta ári. Var Birgitta með 1,2 milljón króna í tekjur á mánuði að meðaltali, miðað við greitt útsvar. Fréttablaðið greinir frá en álagningaskrá ríkisskattsstjóra var gefin út í dag. 

Birgitta Líf launahæst í LXS-hópnum

Tekjur Íslendinga | 17. ágúst 2022

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er tekjuhæst í LXS-vinkonuhópnum.
Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er tekjuhæst í LXS-vinkonuhópnum. Skjáskot/Instagram.

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, markaðsstjóri Word Class og eigandi Bankastræti Club, var með hæstu tekjurnar í vinkonuhópnum sem kenndur er við raunveruleikaþættina LXS á síðasta ári. Var Birgitta með 1,2 milljón króna í tekjur á mánuði að meðaltali, miðað við greitt útsvar. Fréttablaðið greinir frá en álagningaskrá ríkisskattsstjóra var gefin út í dag. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, markaðsstjóri Word Class og eigandi Bankastræti Club, var með hæstu tekjurnar í vinkonuhópnum sem kenndur er við raunveruleikaþættina LXS á síðasta ári. Var Birgitta með 1,2 milljón króna í tekjur á mánuði að meðaltali, miðað við greitt útsvar. Fréttablaðið greinir frá en álagningaskrá ríkisskattsstjóra var gefin út í dag. 

Raunveruleikaþættirnir LXS verða frumsýndir á Stöð 2 í kvöld.

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir var með næst hæstu tekjurnar í hópnum en hún var með 539.777 krónur á mánuði að meðaltali. Sunneva er í samstarfi með fjölda fyrirtækja á borð við Marc Inbane og Nocco. Á síðasta ári var hún í raunveruleikaþáttunum #Samstarf ásamt vinkonu sinni. Auk þess heldur hún úti þáttunum Teboðið, ásamt Birtu Líf Ólafsdóttur. 

Þriðja tekjuhæsta í vinkonuhópnum var leikkonan Kristín Pétursdóttir. Hún var með 526.111 krónur á mánuði miðað við greitt útsvar. Hún starfar nú einnig sem flugfreyja hjá Icelandair en hefur leikið í fjölda auglýsinga og í leikritinu Mæður. Kristín er ekki í raunveruleikaþáttunum en er samt sem áður í vinkonuhópnum.

Magnea Björg Jónsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Birgitta Líf …
Magnea Björg Jónsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Ína María Norðfjörð eru í raunveruleikaþáttunum LXS.

Hildur Sif Hauksdóttir var með 487.162 krónur í tekjur á mánuði á síðasta ári en hún hefur starfað sem samfélagsmiðlastjóri og flugfreyja. Hún flutti til Bretlands fyrr á þessu ári. Hildur Sif er hluti af vinkonuhópnum, en þó ekki í raunveruleikaþáttunum.

Magnea Björg Jónsdóttir, sem nú starfar við markaðsmál hjá World Class auk þess sem hún er áhrifavaldur, var með 349.974 krónur í tekjur á síðasta ári. 

Ástrós Traustadóttir, dansari og áhrifavaldur, var með 354.764 krónur á mánuði í tekjur á síðasta ári. 

Ína María Norðfjörð er tekjulægst í vinahópnum en hún var með 72.487 krónur í tekjur á síðasta ári. Hún er með gráðu í sálfræði og vinnur sem ljósmyndari.

mbl.is