Dregið hefur jafnt og þétt úr krafti eldgossins í Meradölum síðustu tíu daga. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Dregið hefur jafnt og þétt úr krafti eldgossins í Meradölum síðustu tíu daga. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Dregið hefur jafnt og þétt úr krafti eldgossins í Meradölum síðustu tíu daga. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Ekki sé hægt að spá til um það hversu mikið eða lítið krafturinn muni aukast á næstunni.
„Krafturinn getur þess vegna aukist aftur, en staðreyndin er sú að það hefur minnkað jafnt og þétt síðustu tíu daga,“ segir Páll.
„Gosóróinn fylgir nokkuð vel ákafanum í gosinu. Besta leiðin til að fylgjast með kraftinum nákvæmlega er því að fylgjast með gosóróanum á skjálftamælanetinu,“ bætir Páll við en gosórói er stöðugur titringur í jörðinni sem stafar af gosinu.
Páll tekur fram að gosið í Meradölum sé aðeins hluti af langri atburðarás.
„Við erum að ganga inn í gostímabil þar sem miklu meira er undir en þetta gos núna.“
Spurður hvort mikil hætta stafi af gasinu á gosstöðvunum bendir Páll á að gasspá sé gefin út á hverjum degi og að fólk sem leggi leið sína þangað eigi að geta passað sig.
„Aðalatriðið er að vera vindmegin við gosstöðina og vera ekki í gosmekkinum. Hann er óhollur en til allrar lukku er gosið fremur máttlaust, þannig að það er nú ekkert voðalega mikið gas sem kemur, en auðvitað er ekki gott að lenda í mekkinum.“