Freyja verður máluð í Noregi á nýjan leik

Landhelgisgæslan | 18. ágúst 2022

Freyja verður máluð í Noregi á nýjan leik

Varðskipið Freyja er nú komið í slipp í Stavangri í Noregi þar sem það verður málað á nýjan leik í litum Landhelgisgæslunnar. Jafnframt fer fram minniháttar viðhald, að því er fram kemur í færslu á vef Landhelgisgæslunnar.

Freyja verður máluð í Noregi á nýjan leik

Landhelgisgæslan | 18. ágúst 2022

Varðskipið Freyja verður málað á nýjan leik í litum Landhelgisgæslunnar.
Varðskipið Freyja verður málað á nýjan leik í litum Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan: Guðmundur St. Valdimarsson

Varðskipið Freyja er nú komið í slipp í Stavangri í Noregi þar sem það verður málað á nýjan leik í litum Landhelgisgæslunnar. Jafnframt fer fram minniháttar viðhald, að því er fram kemur í færslu á vef Landhelgisgæslunnar.

Varðskipið Freyja er nú komið í slipp í Stavangri í Noregi þar sem það verður málað á nýjan leik í litum Landhelgisgæslunnar. Jafnframt fer fram minniháttar viðhald, að því er fram kemur í færslu á vef Landhelgisgæslunnar.

Búist sé við að Freyja verði í Noregi til mánaðarmóta og sigli síðan flekklaus til Íslands.

Þegar Freyja kom til heimahafnar á Siglufirði 6. nóvember í fyrra var ljóst að eitthvað hefði farið úrskeiðis við málun hennar, enda var nýmálað skipið farið að flagna. Seljandi skipsins verður krafinn um greiðslu kostnaðar við málningu skipsins þar sem um augljós mistök af hans hálfu var að ræða.

Verkið var boðið út af Ríkiskaupum og gengið var til samninga við norsku skipasmíðastöðina GMC Yard AS, sem átti eina tilboðið í verkið. Hljóðaði það upp á rúmar 258 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 35 milljóna íslenskra króna.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan: Guðmundur St. Valdimarsson
Siglt að slipp skipasmíðastöðvarinnar.
Siglt að slipp skipasmíðastöðvarinnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan: Guðmundur St. Valdimarsson
Ljósmynd/Landhelgisgæslan: Guðmundur St. Valdimarsson
mbl.is