Vildi verða skattakóngur Íslands

Tekjur Íslendinga | 18. ágúst 2022

Vildi verða skattakóngur Íslands

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, vonaði að hann hefði verið sá Íslendingur sem greiddi hæstu skattana á Íslandi á síðasta ári. Hann náði því ekki, en borgaði þó næsthæstu skattana á Íslandi árið 2021.

Vildi verða skattakóngur Íslands

Tekjur Íslendinga | 18. ágúst 2022

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, náði ekki að verða skattakóngur …
Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, náði ekki að verða skattakóngur Íslands á síðasta ári. mbl.is/Golli

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, vonaði að hann hefði verið sá Íslendingur sem greiddi hæstu skattana á Íslandi á síðasta ári. Hann náði því ekki, en borgaði þó næsthæstu skattana á Íslandi árið 2021.

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, vonaði að hann hefði verið sá Íslendingur sem greiddi hæstu skattana á Íslandi á síðasta ári. Hann náði því ekki, en borgaði þó næsthæstu skattana á Íslandi árið 2021.

„Ég var númer tvö, en ég tek því með stolti og þökkum fyrir að geta gefið aftur til samfélagsins sem veitti fötluðu barni af verkamannastétt menntun og heilbrigðisþjónustu,“ skrifar Haraldur í færslu á Twitter. 

Að því er fram kemur í Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Haraldur með 102 milljónir króna í tekjur á mánuði að meðaltali á síðasta ári, miðað við greitt útsvar. Þær tekjur koma frá sölunni á hönnunarfyrirtæki hans Ueno til Twitter. Ákvað hann, þvert á ráðleggingar, að greiða skatt af sölunni á Íslandi. 

Launahæsti Íslendingurinn á síðasta ári var Magnús Steinarr Norðdahl, sem lét af störfum sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS REtail í október á síðasta ári eftir að félagið var selt Aptos, félags í eigu Goldman Sachs. Var hann með tæpar 118 milljónir króna í launatekjur á mánuði í fyrra.

mbl.is