Gæti þessi rútína gert þig ríkan?

Fjármál | 21. ágúst 2022

Gæti þessi rútína gert þig ríkan?

Það eru margar leiðir til að eyða peningunum sínum og margar mismunandi kenningar um hvernig sé best að fara með peninga.

Gæti þessi rútína gert þig ríkan?

Fjármál | 21. ágúst 2022

Peningar eru flóknir og oft fljótir að hverfa
Peningar eru flóknir og oft fljótir að hverfa mbl.is/Golli

Það eru margar leiðir til að eyða peningunum sínum og margar mismunandi kenningar um hvernig sé best að fara með peninga.

Það eru margar leiðir til að eyða peningunum sínum og margar mismunandi kenningar um hvernig sé best að fara með peninga.

Þessi kenning kemur frá öldungadeildarþingmanninum Elizabeth Warren en hún talar um hana í bókinni sinni All Your Worth: The Ultimate Lifetime Money Plan. Kenningin segir að þú eigir að skipta laununum þínum í þrjá hluta sem hver fer svo í ákveðinn eyðsluflokk.

50/30/20

50% af innkomu þinni eftir skatt á að fara í að borga lífsnauðsynjar. Eins og húsnæði, mat, tryggingar, hita og rafmagn. 

30% af innkomu þinni eftir skatt á að fara í það sem þig langar í. 

Í þessum flokki er allt annað en lífsnauðsynjar sem þú eyðir peningum í í hverjum mánuði. Það gæti til dæmis verið það að fara út að borða, í ferðalög, fara út að skemmta sér, í leikhús, á tónleika, fara í klippingu og fleira í þeim dúr.

20% af innkomu þinni eftir skatt eiga að fara í sparnað eða í að borga niður skuldir

Það er skynsamlegast að borga niður það sem fólk skuldar áður en það fer að safna peningum.

Það þarf ekki að vera að þessi aðferð henti öllum en þetta er ein leið. Það er líka hægt að laga hlutföllin. Það hentar ekki öllum allt það sama. 

Það er mikilvægt að huga að því hvernig fólk eyðir peningunum sínum og halda utan um persónulega eyðslu. 

mbl.is