Álitaefni hvar draga eigi línur

Skotárás á Blönduósi | 23. ágúst 2022

Álitaefni hvar draga eigi línur

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir virkt samtal á milli ráðuneyta þegar kemur að úrræðum fyrir einstaklinga með geðrænan vanda sem taldir eru hættulegir umhverfi sínu og heimildum lögreglu til að takast á við slík mál.

Álitaefni hvar draga eigi línur

Skotárás á Blönduósi | 23. ágúst 2022

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, bendir á að um viðkvæman málaflokk sé …
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, bendir á að um viðkvæman málaflokk sé að ræða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir virkt samtal á milli ráðuneyta þegar kemur að úrræðum fyrir einstaklinga með geðrænan vanda sem taldir eru hættulegir umhverfi sínu og heimildum lögreglu til að takast á við slík mál.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir virkt samtal á milli ráðuneyta þegar kemur að úrræðum fyrir einstaklinga með geðrænan vanda sem taldir eru hættulegir umhverfi sínu og heimildum lögreglu til að takast á við slík mál.

Jón átti fund með ríkislögreglustjóra í gær í kjölfar skotárásarinnar á Blönduósi. Á þeim fundi voru rædd fjölmörg atriði sem snerta öryggi almennings og getu lögreglunnar til að fást við óvenjulegar og erfiðar aðstæður.

„Það er bara álitaefni hvar menn draga línur í slíkum málum. Þetta eru ákaflega viðkvæm mál. Það er í sjálfu sér ekkert hægt að segja um það á þessari stundu annað en að samtal hefur verið í gangi, menn eru með samstarfsvettvang og það er verið að undirbúa löggjöf. Það er verið að skoða þessi mál í stóra samhenginu.“

Jón segir ákveðin skref hafa verið stigin og nefnir þar til að mynda geðheilbrigðisteymi sem hefur verið komið á laggirnar og hafi gjörbreytt meðferð þeirra sem eru í fangelsum og eru á leið aftur út í samfélagið. Þá sé verið að vinna að því á Litla-Hrauni að bæta aðstöðu fyrir fanga í þeirri stöðu.

Þarf að ná víðtækri sátt um úrræðin 

Spurður hvernig sé þá hægt að bregðast við þegar fólk hafi ekki brotið af sér, en hafi sýnt ógnandi tilburði og sé hugsanlega hættulegt umhverfi sínu, segir Jón um fjölbreyttan hóp að ræða.

„Þetta geta verið þeir sem hafa komist í kast við lögin og þurfa á ákveðinni meðferð og hjálp að halda. Það er í ákveðnum farvegi. Síðan ertu með fólk sem er frá heilbrigðiskerfinu, skilgreint af læknum og hjúkrunarfólki sem hættulegt sínu umhverfi, og svo ertu með félagsmálayfirvöld í viðkomandi sveitarfélögum sem eru að glíma við einstaklinga eru ógnandi og erfiðir en hafa aldrei brotið af sér. Það er þetta gráa svæði.“

Þessi mál hafi verið til umræðu á vettvangi ríkisstjórnarinnar og hvernig megi búa um þau til framtíðar.

Jón bendir á að málaflokkurinn sé mjög viðkvæmur og það þurfi vandaða málsmeðferð til að ná víðtækri sátt í samfélaginu um þau úrræði sem hægt sé að grípa til.

mbl.is