Til stendur að endurskoða skotvopnalöggjöfina hér á landi og eitt af því sem er skoðað í þeim efnum er ferlið sem þarf að eiga sér stað áður en einstaklingur er svipur skotvopnaleyfi. Þetta segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp um málið verður lagt fyrir í haust.
Til stendur að endurskoða skotvopnalöggjöfina hér á landi og eitt af því sem er skoðað í þeim efnum er ferlið sem þarf að eiga sér stað áður en einstaklingur er svipur skotvopnaleyfi. Þetta segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp um málið verður lagt fyrir í haust.
Til stendur að endurskoða skotvopnalöggjöfina hér á landi og eitt af því sem er skoðað í þeim efnum er ferlið sem þarf að eiga sér stað áður en einstaklingur er svipur skotvopnaleyfi. Þetta segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp um málið verður lagt fyrir í haust.
Greint hefur verið frá því að til hafi staðið að afturkalla skotvopnaleyfi árásarmannsins á Blönduósi, sem skaut á hjón í heimahúsi á sunnudagsmorgun, með þeim afleiðingum að konan lést.
Lögregla hafði lagt hald á öll skotvopn sem voru skráð á manninn fyrr í sumar og til stóð að birta honum ákvörðun um afturköllun skotvopnaleyfis hans í vikunni. Í kjölfarið átti að óska eftir læknisvottorði og fá lækni til að leggja mat á hvort hann gæti verið með skotvopnaleyfi. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, sagði það lögbundið ferli. Ekki væri hægt að svipta fólk skotvopnaleyfi sisvona.
„Þetta er ekki seinagangur eða neitt þess háttar. Stjórnsýslan er lögbundin og við teljum okkur haf verið að fylgja lögbundinni stjórnsýslu,“ sagði Birgir.
Jón segir skotvopnalöggjöfina nokkuð stranga miðað við það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum en þó sé verið að skoða að breyta ákveðnum atriðum.
„Eins og ég hef ítrekað boðað á þessu ári þá er skotvopnalöggjöfin í endurskoðun hjá okkur. Það eru atriði í henni sem þykir sjálfsagt að horfa til. Almennt þykir okkar skotvopnalöggjöf nokkuð ströng og það er ekki auðvelt aðgengi að því að fá skotvopnaleyfi í samanburði við nágrannlöndin okkar. En þetta er í skoðun og á þingmálaskrá minni fyrir haustið er boðað frumvarp um breytingar á skotvopnalöggjöfinni.“
Hvort það standi til að setja inn til dæmis bráðabirgðaúrræði fyrir lögregluna til að svipa fólk skotvopnaleyfi, vill hann ekki segja til um.
„Lögreglan hefur heimild til að svipta menn skotvopnum ef tilefni er til og því hefur verið beitt. Síðan er það svipting skotvopnaleyfis til lengri eða skemmri tíma og það er úrræði sem gripið er til og það ferli er auðvitað í skoðun við endurskoðun laganna.“
Hvað vopnaburð lögreglu varðar og hvort það standi til að auka vopnaburð almennra lögreglumanna, segir Jón:
„Í þessum aukna vopnaburði og aukinni ógn af skipulagðri glæpastarfsemi, sem er raunveruleg ógn í okkar samfélagi. Ef sú þróun heldur áfram þá leiðir það til samfélags sem við viljum ekki búa í, sem við viljum ekki ala börnin okkar og barnabörnin upp í. Við höfum tækifæri til að grípa inn í þetta með því að stíga fast til jarðar í þeim málum. Þar er grundvallaratriði að hlúa að öryggi lögreglumanna til að þeir séu til þess búnir að gæta að öryggi borgaranna. Það er til skoðunar í ráðuneytinu og ég mun stíga fast til jarðar í þeim efnum.“
Ert þú hlynntur því að almennir lögreglumenn beri vopn?
„Ég ætla ekki að svara þeirri spurningu núna en það er augljóst mál í mínum huga að við þurfum að treysta varnir lögreglu í þessum efnum og efla starfsemi hennar.“