Hlaup sagað af haglabyssunni sem var notuð

Skotárás á Blönduósi | 23. ágúst 2022

Hlaup sagað af haglabyssunni sem var notuð

Árásarmaðurinn á Blönduósi notaði haglabyssu og hafði hlaup hennar verið sagað af, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Við slíka breytingu verður vopnið smærra í sniðum og auðveldara að handleika við þröngar aðstæður.

Hlaup sagað af haglabyssunni sem var notuð

Skotárás á Blönduósi | 23. ágúst 2022

Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. mbl.is/Hákon

Árásarmaðurinn á Blönduósi notaði haglabyssu og hafði hlaup hennar verið sagað af, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Við slíka breytingu verður vopnið smærra í sniðum og auðveldara að handleika við þröngar aðstæður.

Árásarmaðurinn á Blönduósi notaði haglabyssu og hafði hlaup hennar verið sagað af, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Við slíka breytingu verður vopnið smærra í sniðum og auðveldara að handleika við þröngar aðstæður.

Lögregla var komin að heimili hjónanna sem urðu fyrir árásinni fimmtán til tuttugu mínútum eftir að útkall barst, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hafist var handa við endurlífgunartilraunir á þeim særða, sem nú liggur á sjúkrahúsi, en ekki liggur fyrir hver hafði samband við Neyðarlínuna eða lögreglu.

Fáir hafa viljiað ræða við fjölmiðla sem lagt hafa leið sína á Blönduós og ljóst að heimamenn vilja með því sýna samstöðu með aðstandendnum og þeim sem eiga um sárt að binda. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is