Hjónin sem urðu fyrir skotárás á heimili sínu á Blönduósi á sunnudagsmorgun eru Kári Kárason og Eva Hrund Pétursdóttir. Eva Hrund lést í árásinni en Kári liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skot í kvið.
Hjónin sem urðu fyrir skotárás á heimili sínu á Blönduósi á sunnudagsmorgun eru Kári Kárason og Eva Hrund Pétursdóttir. Eva Hrund lést í árásinni en Kári liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skot í kvið.
Hjónin sem urðu fyrir skotárás á heimili sínu á Blönduósi á sunnudagsmorgun eru Kári Kárason og Eva Hrund Pétursdóttir. Eva Hrund lést í árásinni en Kári liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skot í kvið.
Kári er framkvæmdastjóri Vilko, sem framleiðir og selur vörur undir vörumerkjunum Prima krydd, Flóra og Vilko. Kári er jafnframt í sóknarnefnd Blönduóskirkju, í slökkviliði Blönduóss og hefur látið mikið að sér kveða í samfélaginu.
Kári hlaut landsfrægð þegar hann og sonur hans komu árið 2012 að bíl sem hafði oltið ofan í Laxá á Ásum og tókst með snarræði að bjarga manni sem sat fastur í bílnum. Fyrir björgunarafrekið voru þeir feðgar útnefndir menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu af lesendum Húnahorns.
Eva Hrund var iðjuþjálfi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hefur meðal annars staðið fyrir sjálfboðaliðastarfi í tengslum við hjúkrunar- og dvalardeildina á Blönduósi. Eva var virk í félagsstarfi og hefur staðið fyrir söfnun fyrir þjálfunartækjum fyrir heilbrigðisstofnunina.
Eva lætur eftir sig fjögur börn og tvö barnabörn.
Eldri sonur hjónanna var fyrir tilviljun gestkomandi á heimili foreldra sinna ásamt unnustu sinni og kornabarni þegar skotárásin var gerð. Hann heitir Hilmar Þór Kárason.
Hilmar og önnur börn þeirra hjóna sendu frá sér yfirlýsingu í morgun, þar sem þau báðust undan ágangi fjölmiðla og óskuðu eftir friði til að takast á við áfallið, syrgja móður sína og hlúa að föður sínum.