Segja marga þætti enn óljósa

Skotárás á Blönduósi | 24. ágúst 2022

Segja marga þætti enn óljósa

Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn skotárásarinnar á Blönduósi, telur sig hafa grófa mynd af því sem gerðist að morgni sunnudagsins.

Segja marga þætti enn óljósa

Skotárás á Blönduósi | 24. ágúst 2022

Lögreglan á vettvangi árásarinnar á sunnudag. Hún segir rannsókn málsins …
Lögreglan á vettvangi árásarinnar á sunnudag. Hún segir rannsókn málsins í forgangi. mbl.is/Hákon

Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn skotárásarinnar á Blönduósi, telur sig hafa grófa mynd af því sem gerðist að morgni sunnudagsins.

Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn skotárásarinnar á Blönduósi, telur sig hafa grófa mynd af því sem gerðist að morgni sunnudagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu, en tekið er fram að enn séu margir þættir málsins óljósir.

„Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. Mikið af upplýsingum um atvik málsins komu fram frá lögreglu á fyrstu stigum og hefur lögregla engu við það að bæta nú.“

Ekki sé hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi.

Öllum rannsóknaraðferðum beitt

Bent er á að rannsókn málsins sé í forgangi hjá lögreglunni og að kappkostað sé að ljúka henni hratt og vel.

„Öllum rannsóknaraðferðum er beitt sem geta varpað ljósi á málið.“

„Rannsóknin mun taka tíma og biður lögregla um skilning á því. Æðsta skylda lögreglu við sakamálarannsóknir er að gæta rannsóknarhagsmuna svo að sakarspjöll verði ekki.

Þegar staða rannsóknarinnar gefur tilefni til verða frekari upplýsingar veittar en málið er alvarlegt og á viðkvæmu stigi. Því getur lögregla ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Mbl.is hefur undanfarna daga ítrekað reynt að ná tali af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, Páleyju Bergþórsdóttur, án nokkurs árangurs.

mbl.is