Missy Henriksen, sérfræðingur í meindýravörnum hjá alþjóðlegu félagasamtökunum The National Pest Management Association, varar hótelgesti við því að geyma ferðatöskur í nálægð við svefnstaði, líkt og rúm og svefnsófa. Ástæðuna segir hún vera veggjalýs sem algengt er að finnist á hótelum og ferðalangar beri með sér frá einum áfangastað til annars.
Missy Henriksen, sérfræðingur í meindýravörnum hjá alþjóðlegu félagasamtökunum The National Pest Management Association, varar hótelgesti við því að geyma ferðatöskur í nálægð við svefnstaði, líkt og rúm og svefnsófa. Ástæðuna segir hún vera veggjalýs sem algengt er að finnist á hótelum og ferðalangar beri með sér frá einum áfangastað til annars.
Missy Henriksen, sérfræðingur í meindýravörnum hjá alþjóðlegu félagasamtökunum The National Pest Management Association, varar hótelgesti við því að geyma ferðatöskur í nálægð við svefnstaði, líkt og rúm og svefnsófa. Ástæðuna segir hún vera veggjalýs sem algengt er að finnist á hótelum og ferðalangar beri með sér frá einum áfangastað til annars.
Veggjalýs eru afar hvimleiðar en þær nærast á blóði úr mannfólki á meðan það sefur. Veggjalýs gera sig oft heimakomnar í rúmfötum og dýnum sama hversu miklu hreinlæti er haldið við. Veggjalýs reyna eins og þær geta að koma ekki mikið fram í dagsljósið og eru í raun háðar ýmsum felustöðum í námunda við svefnstaði.
Henriksen mælir með því að hótelgestir geymi ferðatöskur sínar fremur inni á baðherbergi á hótelum til að koma í veg fyrir að þeir flytji veggjalýs með sér á milli landa.
„Það eru mjög litlar líkur á því að veggjalýs finnist inni á baðherbergjum. Þeim líkar ekki við flísalögð rými og hafa fáa sem enga felustaði við sitt hæfi á baðherbergjum,“ sagði Henriksen í samtali við vefmiðilinn Health, fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.
„Þeim finnst betra að vera í nálægð við þá staði þar sem fólk sefur,“ sagði Henriksen og ráðleggur ferðalöngum að nota baðherbergið sem geymslustað fyrir ferðatöskur á meðan á ferðalögum stendur til að ganga úr skugga um að meindýr verði laumufarþegar í farangri.