Lögreglustjóranum sem hafði yfirumsjón með viðbrögðum við skotárás í skóla í borginni Uvalde í bandaríska ríkinu Texas hefur verið sagt upp störfum.
Lögreglustjóranum sem hafði yfirumsjón með viðbrögðum við skotárás í skóla í borginni Uvalde í bandaríska ríkinu Texas hefur verið sagt upp störfum.
Lögreglustjóranum sem hafði yfirumsjón með viðbrögðum við skotárás í skóla í borginni Uvalde í bandaríska ríkinu Texas hefur verið sagt upp störfum.
19 börn og tveir kennarar létust í árásinni.
Áður hafði öryggisstjóri ríkisins sagt að Pete Arredondo hafi ekki forgangsraðað björgun saklausra borgara fram yfir öryggi lögreglumanna. Einnig sagði hann að Arredondo hafi tekið „hræðilegar ákvarðanir“ þegar hann hafði umsjón með vettvangi glæpsins.
Lögreglan í borginni hefur verið undir miklum þrýstingi eftir að í ljós kom að á annan tug lögreglumanna beið í yfir klukkustund fyrir utan skólastofurnar þar sem árásin var gerð og gerðu ekkert á meðan börn lágu þar inni látin eða illa særð.