Bíða niðurstöðu úr rannsóknum

Skotárás á Blönduósi | 26. ágúst 2022

Bíða niðurstöðu úr rannsóknum

Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir að endanlegar niðurstöður rannsókna vegna skotárásarinnar á Blönduósi um síðustu helgi liggi ekki fyrir og á meðan svo sé geti hún lítið tjáð sig um einstaka málsatvik.

Bíða niðurstöðu úr rannsóknum

Skotárás á Blönduósi | 26. ágúst 2022

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir að endanlegar niðurstöður rannsókna vegna skotárásarinnar á Blönduósi um síðustu helgi liggi ekki fyrir og á meðan svo sé geti hún lítið tjáð sig um einstaka málsatvik.

Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir að endanlegar niðurstöður rannsókna vegna skotárásarinnar á Blönduósi um síðustu helgi liggi ekki fyrir og á meðan svo sé geti hún lítið tjáð sig um einstaka málsatvik.

Þá staðfestir hún að sonur hjónanna sem urðu fyrir árásinni og talinn er hafa ráðið niðurlögum árásarmannsins sé með sömu réttarstöðu og áður. Sonurinn var handtekinn á vettvangi en sleppt síðar sama dag. Sagði lögreglan í tilkynningu þann sama dag að sakborningi í málinu hefði verið sleppt úr haldi.

Þetta er meðal þess sem Páley segir í viðtali við Rúv í dag sem tekið var á lögreglustöðinni á Akureyri.

Sagði Páley að manninum hefði verið sleppt þar sem ekki væri talið að skilyrði fyrir varðhaldi væru uppfyllt miðað við stöðu rannsóknarinnar.

Var Páley spurð út í stöðu rannsóknarinnar og sagði hún lítið vera hægt að tjá sig um einstaka málsatvik og vísaði til þess að réttarkrufning og niðurstöður annarra rannsókna lægju ekki fyrir. Þá vildi hún ekki tjá sig um skotvopnið sem var notað í árásinni né hvað það hafi verið sem varð árásarmanninum að bana.

Páley sagði á annan tug koma að rannsókn málsins og að það væri í forgangi.

Nokkuð hefur borið á gagnrýni vegna upplýsingagjafar lögreglu í málinu og sagðist Páley hafa fullan skilning á því að fólk vilji vita nánar um málið og að upplýst væri um ákveðin atriði. Sagði hún hins vegar litlu við að bæta það sem fram kom fyrsta daginn og að færslur sem lögreglan hefði sett á Facebook eftir það hefðu meðal annars verið settar fram til að fá vinnufrið. Páley segist samt gera sér grein fyrir að aðrir geti haft önnur sjónarmið en hún varðandi þetta og upplýsingagjöf um málið. Sagði hún að lögreglan ætti hins vegar erfitt með að segja neitt á fyrstu stigum máls og gæti ekki gefið frá sér upplýsingar nema þær væru alveg réttar.

mbl.is hefur ítrekað undanfarna daga og í dag reynt að ná sambandi við Páleyju án árangurs.

mbl.is