Bíll Díönu seldist á 108 milljónir

Díana prinsessa | 27. ágúst 2022

Bíll Díönu seldist á 108 milljónir

Bíll af gerðinni Ford escort RS turbo, sem var í eigu Díönu prinsessu, seldist á uppboði fyrir 650 þúsund pund, eða tæplega 108 milljónir íslenskra króna. 

Bíll Díönu seldist á 108 milljónir

Díana prinsessa | 27. ágúst 2022

Díana var vön að aka bifreiðinni sjálf og sat öryggisvörður …
Díana var vön að aka bifreiðinni sjálf og sat öryggisvörður því í framsætinu. IAN WALDIE

Bíll af gerðinni Ford escort RS turbo, sem var í eigu Díönu prinsessu, seldist á uppboði fyrir 650 þúsund pund, eða tæplega 108 milljónir íslenskra króna. 

Bíll af gerðinni Ford escort RS turbo, sem var í eigu Díönu prinsessu, seldist á uppboði fyrir 650 þúsund pund, eða tæplega 108 milljónir íslenskra króna. 

Díana ók bílnum í um þrjú ár, frá því í ágúst 1988. Fyrstu myndirnar af henni í bifreiðinni voru teknar fyrir utan verslanir í Chelsea og Kensington hverfi Lundúnaborgar. 

Skráningarnúmer bifreiðarinnar er C462FHK, og var hún seld á uppboði á vegum fyrirtækisins Silverstone. Forsvarsmaður uppboðsfyrirtækisins segir að ekki hafi borist jafn mörg tilboð í hlut á uppboði, í 12 ár. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Bifreiðin áfram í Bretlandi

Þegar tilboðin voru komin yfir 450 þúsund pund, voru tveir kaupendur eftir. Annar frá Dúbaí og hinn frá Coventry í Bretlandi. Að lokum hafði Bretinn betur. 

Díana vildi síður vera farþegi og ók því bílnum sjálf, þrátt fyrir að hafa aðgang að bíl og bílstjóra á vegum bresku krúnunnar. Sat þá vanalega öryggisvörður með Díönu í framsætinu. 

Bifreiðin nýtur sérstöðu að því leyti að vera ein sinnar tegundar, sem framleidd var í svörtum lit, en Ford framleiddi þessa gerð almennt í hvítu. 

mbl.is