Sigríður Björk: Mögnuð athöfn á Blönduósi

Skotárás á Blönduósi | 27. ágúst 2022

Sigríður Björk: Mögnuð athöfn á Blönduósi

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að athöfnin á Blönduósi sem hún sótti í gærkvöldi vegna skotárásarinnar á dögunum hafi verið mögnuð.

Sigríður Björk: Mögnuð athöfn á Blönduósi

Skotárás á Blönduósi | 27. ágúst 2022

Frá athöfninni á Blönduósi í gær.
Frá athöfninni á Blönduósi í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að athöfnin á Blönduósi sem hún sótti í gærkvöldi vegna skotárásarinnar á dögunum hafi verið mögnuð.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að athöfnin á Blönduósi sem hún sótti í gærkvöldi vegna skotárásarinnar á dögunum hafi verið mögnuð.

„Maður fann þessa hlýju og þennan samhug í samfélaginu,“ sagði Sigríður Björk í Vikulokunum á Rás 1 í morgun.

Til­gang­ur­inn með athöfninni var að koma sam­an og sýna sam­hug með þeim sem eiga um sárt að binda um þess­ar mund­ir vegna voðaverks­ins.

„Þar kemur lögreglan inn og verður að vera þessi aðili sem styrkir öryggisvitund og er til staðar þegar fólk þarf á henni að halda og mér finnst það hafa verið afskaplega vel gert af þeim yfirvöldum,“ sagði hún spurð hvernig henni fyndist lögreglan hafa haldið utan um málið.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aukið eftirlit í nýju lagafrumvarpi

Spurð út í skotvopnaeign á Íslandi sagði Sigríður Björk að skotárásum hafi ekki beinlínis fjölgað hérlendis síðustu árin. Aftur á móti hafi orðið veruleg aukning á hnífanotkun. Lagafrumvarp verði lagt fram um breytingu vopnalaga þar sem meðal annars verður kveðið á um að aukið eftirlit.  

Hún sagði að lyft hafi verið grettistaki í skotþjálfun lögreglumanna. Aftur á móti þurfi lögreglan að hafa yfir menntuðu fólki að ráða alls staðar á landinu til að hægt sé að nýta sér þau valdbeitingarúrræði sem eru í gangi.

mbl.is