Í hinni rómuðu stórborg New York, býr fimm manna fjölskylda í lítilli íbúð og keyrir um í litlum bíl – en er með skipulagið upp á tíu, þökk sé fjölskylduföðirnum.
Í hinni rómuðu stórborg New York, býr fimm manna fjölskylda í lítilli íbúð og keyrir um í litlum bíl – en er með skipulagið upp á tíu, þökk sé fjölskylduföðirnum.
Í hinni rómuðu stórborg New York, býr fimm manna fjölskylda í lítilli íbúð og keyrir um í litlum bíl – en er með skipulagið upp á tíu, þökk sé fjölskylduföðirnum.
Hann heitir Tyler Moore og er skólakennari í NY. Tyler byrjaði árið 2018 að skipuleggja heimilið til hins ítrasta, þar sem þröngt mega sáttir sitja – en hann og Emily konan hans eiga þrjár litlar stelpur. Hann sorteraði föt og henti út því sem var lítið eða aldrei notað til að rýma til í skápunum. Eins skiptu þau hjónin um herbergi við stelpurnar, til að þær fengju meira pláss undir dótið sitt. Og á meðan þessu öllu stóð, þá birti hann myndskeið og ráð á Instagram síðunni sinni sem í dag telur tæplega 370 þúsund fylgjendur. Hér sýnir hann okkur hvernig megi hagræða plássinu í skápunum, alls kyns þrifráð, hvernig best sé að sortera leikföng í barnaherberginu og eins bakar hann sætabrauð og annað með því, þegar vel liggur á. Tyler er besta útgáfan af nútíma fjölskylduföður sem gengur óhikað í öll verk og hefur gaman að því.