Grínistinn Chris Rock segist hafa hafnað boði um að vera kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári. Þetta kom fram í uppistandi sem Rock hélt í Arizona, Bandaríkjunum síðustu helgi.
Grínistinn Chris Rock segist hafa hafnað boði um að vera kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári. Þetta kom fram í uppistandi sem Rock hélt í Arizona, Bandaríkjunum síðustu helgi.
Grínistinn Chris Rock segist hafa hafnað boði um að vera kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári. Þetta kom fram í uppistandi sem Rock hélt í Arizona, Bandaríkjunum síðustu helgi.
Fæstir hafa gleymt löðrungnum fræga sem leikarinn Will Smith gaf Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. Á vef Arizona Republic kemur fram að í uppistandinu hafi Rock sagt endurkomu sem kynnir á Óskarsverðlaununum vera eins og að snúa aftur á vettvang glæps.
Rock var einnig kynnir á hátíðinni árin 2005 og 2016, en hann segir löðrunginn hafa haft mikil áhrif á sig og hann hafi hafnað boði um að koma fram í Super Bowl auglýsingu í kjölfar löðrungsins. Það er því ljóst að Rock þarf lengri tíma til að jafna sig áður en hann snýr aftur á svið sem kynnir.