Í dag eru 25 ár liðin frá dauða Díönu prinsessu. Díana sem jafnan var kölluð prinsessa fólksins lést aðeins 36 ára að aldri í bílslysi í París.
Í dag eru 25 ár liðin frá dauða Díönu prinsessu. Díana sem jafnan var kölluð prinsessa fólksins lést aðeins 36 ára að aldri í bílslysi í París.
Í dag eru 25 ár liðin frá dauða Díönu prinsessu. Díana sem jafnan var kölluð prinsessa fólksins lést aðeins 36 ára að aldri í bílslysi í París.
Díana sinnti ýmsum góðgerðamálum af miklum móð. Eftirminnilegt er þegar hún gekk um jarðsprengjusvæði í fullum skrúða til þess að stuðla að banni á notkun jarðsprengja. Þá lagði hún sérstaka áherslu á að beina sjónum almennings að málefnum jaðarsetts fólks til dæmis heimilislausra og þeirra sem þjáðust af alnæmi. Hún lagði sig fram um að minnka fordóma fólks og vakti til dæmis heimsathygli þegar hún heimsótti líknarheimili fyrir HIV smitaða einstaklinga og tók í höndina á manni með alnæmi og var ekki með hanska.
„HIV gerir fólk ekki hættulegt að þekkja. Það má taka í hendurnar á því og gefa því faðmlag. Guð veit að það þarf á því að halda,“ sagði Díana.
Mikið var um dýrðir þegar tuttugu ár voru liðin frá andláti Díönu prinsessu en nú verður hennar minnst með mun lágstemmdari hætti. Bræðurnir Harry og Vilhjálmur munu minnast hennar hvort í sínu lagi með fjölskyldum sínum og ekki verður efnt til sérstakrar minningarathafnar. Fjölmargir hafa þó lagt blómvendi við heimili Díönu í London, Kensington höll.